Viðskipti erlent

15% vinnandi eru útlendingar

Stór hluti vinnandi fólks í Noregi er útlendingar. Fréttablaðið/Björgólfur Hávarðsson
Stór hluti vinnandi fólks í Noregi er útlendingar. Fréttablaðið/Björgólfur Hávarðsson
Um það bil 15 prósent af vinnandi fólki í Noregi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi, en samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum voru 2.560.000 starfandi í fyrra og þar af voru 387.103 útlendingar.

Erlendu starfsfólki hefur fjölgað verulega eftir gildistöku Evrópureglna árið 2004. Tveir hagfræðingar við Viðskiptaháskólann í Osló segja þessa þróun hafa verið jákvæða fyrir norskt efnahagslíf, enda sé að mestu um að ræða faglært starfsfólk frá Austur-Evrópu og Svíþjóð.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×