Hvað getum við gert? Ragna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2012 21:00 No Gjörningur Sierra í aðdraganda sýningar hans í Hafnarhúsi vakti athygli. „Gjörningar hans eru undantekningarlaust hárbeittir,” segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Stefán Myndlist. Santiago Sierra, NO, Global Tour og yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Til 15. apríl. Opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 20 á fim. Spænski listamaðurinn Santiago Sierra (1966) er afar pólitískur listamaður og list hans er vægðarlaus ádeila á samtímann. Einna helst deilir hann á kerfi kapítalisma og gróðahyggju þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki, ríki og þjóðir byggja grundvöll sinn á striti láglaunaðs verkafólks, hann bendir á ójöfnuð og bág kjör. Sierra lærði meðal annars myndlist í Hamborg en bjó síðan í Mexíkó í fjórtán ár. Ætla má að ekki síst þar hafi hann orðið vitni að erfiðri lífsbaráttu verkamanna og ofríki stórþjóðar gagnvart minni máttar. Nútíma þrælahald, á borði þó ekki sé í orði, er staðreynd sem við þekkjum um víða veröld og birtist í mörgum myndum. Sýning Sierra í Hafnarhúsi er yfirlitssýning á verkum hans í formi kvikmynda, um fimmtíu talsins, en hver um sig er heimild um gjörning sem listamaðurinn hefur unnið með hjálp launaðs aðstoðarfólks. Gjörningarnir eru undantekningarlaust hárbeittir og sjónrænir þættir leika stórt hlutverk í útfærslunni, gjarnan með áherslum naumhyggju. Dágóðan tíma tæki að horfa á allar myndir á sýningunni, en þó ekki séu skoðuð nema nokkur verk gefur það einnig góða innsýn. Verk Sierra sem hefur vakið mesta athygli hér á landi nú er NO, Global Tour, ásamt innsetningu hans á Austurvelli, Minnismerki um borgaralega óhlýðni, þar sem Sierra minnist búsáhaldabyltingarinnar. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Hver tími á sína listamenn og sínar aðferðir í listinni og list Sierra er list samtímans. Ádeila hans felst í að endurskapa og umbreyta þekktum aðstæðum. Hann borgar meðal annars vændiskonum með heróíni fyrir að láta tattúvera línu á bakið, greiðir verkamönnum lágmarkslaun fyrir að sitja lokaðir inni í kassa, grafa tilgangslausar holur eða færa til þunga hluti. Borgar klámmyndaleikurum fyrir að hafa kynmök fyrir framan myndavél, innflytjendum fyrir að skilja eftir mót líkama síns í frauðplasti eða fela sig á götu í Madríd og fyrrverandi hermönnum fyrir að standa úti í horni og skammast sín. Fær hóp fólks til að raða sér upp í langa röð eftir húðlit, frá ljósu yfir í dökkt. Svo eitthvað sé nefnt. Ríkjandi þættir í samtímanum skapa aðstæður sem eru hrottalegar, miskunnarlausar, óréttlátar og grimmar og er að finna alls staðar í heiminum. Spurningin er: Hvað getum við gert? Niðurstaða: Hárbeitt og ögrandi samtímalist spænska listamannsins Santiago Sierra grípur áhorfandann heljartökum. Ádeiluefni listamannsins er ekki síður að finna hér á landi en á alþjóðavettvangi. Sýningin í heild er frábært dæmi um pólitískan slagkraft listarinnar. Hún er meira við hæfi unglinga og fullorðinna en ungra barna. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndlist. Santiago Sierra, NO, Global Tour og yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Til 15. apríl. Opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 20 á fim. Spænski listamaðurinn Santiago Sierra (1966) er afar pólitískur listamaður og list hans er vægðarlaus ádeila á samtímann. Einna helst deilir hann á kerfi kapítalisma og gróðahyggju þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki, ríki og þjóðir byggja grundvöll sinn á striti láglaunaðs verkafólks, hann bendir á ójöfnuð og bág kjör. Sierra lærði meðal annars myndlist í Hamborg en bjó síðan í Mexíkó í fjórtán ár. Ætla má að ekki síst þar hafi hann orðið vitni að erfiðri lífsbaráttu verkamanna og ofríki stórþjóðar gagnvart minni máttar. Nútíma þrælahald, á borði þó ekki sé í orði, er staðreynd sem við þekkjum um víða veröld og birtist í mörgum myndum. Sýning Sierra í Hafnarhúsi er yfirlitssýning á verkum hans í formi kvikmynda, um fimmtíu talsins, en hver um sig er heimild um gjörning sem listamaðurinn hefur unnið með hjálp launaðs aðstoðarfólks. Gjörningarnir eru undantekningarlaust hárbeittir og sjónrænir þættir leika stórt hlutverk í útfærslunni, gjarnan með áherslum naumhyggju. Dágóðan tíma tæki að horfa á allar myndir á sýningunni, en þó ekki séu skoðuð nema nokkur verk gefur það einnig góða innsýn. Verk Sierra sem hefur vakið mesta athygli hér á landi nú er NO, Global Tour, ásamt innsetningu hans á Austurvelli, Minnismerki um borgaralega óhlýðni, þar sem Sierra minnist búsáhaldabyltingarinnar. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Hver tími á sína listamenn og sínar aðferðir í listinni og list Sierra er list samtímans. Ádeila hans felst í að endurskapa og umbreyta þekktum aðstæðum. Hann borgar meðal annars vændiskonum með heróíni fyrir að láta tattúvera línu á bakið, greiðir verkamönnum lágmarkslaun fyrir að sitja lokaðir inni í kassa, grafa tilgangslausar holur eða færa til þunga hluti. Borgar klámmyndaleikurum fyrir að hafa kynmök fyrir framan myndavél, innflytjendum fyrir að skilja eftir mót líkama síns í frauðplasti eða fela sig á götu í Madríd og fyrrverandi hermönnum fyrir að standa úti í horni og skammast sín. Fær hóp fólks til að raða sér upp í langa röð eftir húðlit, frá ljósu yfir í dökkt. Svo eitthvað sé nefnt. Ríkjandi þættir í samtímanum skapa aðstæður sem eru hrottalegar, miskunnarlausar, óréttlátar og grimmar og er að finna alls staðar í heiminum. Spurningin er: Hvað getum við gert? Niðurstaða: Hárbeitt og ögrandi samtímalist spænska listamannsins Santiago Sierra grípur áhorfandann heljartökum. Ádeiluefni listamannsins er ekki síður að finna hér á landi en á alþjóðavettvangi. Sýningin í heild er frábært dæmi um pólitískan slagkraft listarinnar. Hún er meira við hæfi unglinga og fullorðinna en ungra barna.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira