Melódísk og tregafull Trausti Júlíusson skrifar 16. febrúar 2012 21:00 Low Roar. Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð. Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð.
Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira