Laus úr ruslflokknum Þorgils Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 08:00 Bjartari tímar? Með uppfærslu matsfyrirtækisins Fitch er Ísland laust úr ruslflokki. Á meðan hafa matsfyrirtækin lækkað mat sitt á horfum ýmissa Evrópuríkja. Samsett mynd/Fréttablaðið Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár. Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár.
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira