Flytja inn 500 gáma af vörum 24. febrúar 2012 05:00 Halldór Óskar Sigurðsson Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira
Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká
Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira