Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára 29. febrúar 2012 07:30 Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. Fréttablaðið/stefán Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is
Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira