Sparnaðarhyggja í stað eyðsluhyggju Þorsteinn Pálsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Að baki stjórnmálahugmyndum liggur mismunandi gildismat. Þá er einnig allur gangur á því hvort menn horfa á viðfangsefni stjórnmálanna af þúfu skammtímahagsmuna eða sjónarhæð langtímahagsmuna. Meðan Ísland var bundið af efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru langtímasjónarmið sterkari en skammtímasjónarmið og aðhaldssemi ofar eyðsluhyggju. Þetta hefur hins vegar verið að breytast býsna hratt á síðustu mánuðum. Ekki er úr vegi að bera þessi umskipti saman við það gildismat sem lá að baki viðbrögðum við efnahagsáföllunum á ofanverðum sjöunda áratugnum. Þá var gripið til margvíslegra ráðstafana sem bæði stjórnvöld og vinnumarkaðurinn áttu aðild að. Ein þeirra var sú að setja á fót verðjöfnunarsjóð í sjávarútvegi til þess að draga úr áhrifum verðsveiflna á erlendum mörkuðum og bæta með því stöðugleikann í þjóðarbúskapnum. Önnur var sú að forystumenn launafólks og atvinnurekenda sömdu um stofnun almennra lífeyrissjóða. Báðar þessar ráðstafanir sýndu að þrátt fyrir kreppu, kjaraskerðingu og atvinnuleysi töldu menn rétt að leggja á ráðin um einhver mestu sparnaðaráform í sögu landsins. Horft var til lengri framtíðar og gildi sparnaðar tekið fram yfir eyðsluhyggju. Um leið og vinstri stjórnin kom til valda 1971 var þessum gildum vikið til hliðar. Fyrsta verkið var að ganga hraustlega í verðjöfnunarsjóðinn. Það var ekki gert til að jafna sveiflur heldur til að auka eyðslu. Það átti að bæta kjörin og styrkja ríkissjóð. Þetta varð hins vegar neistinn sem kveikti verðbólgubál næstu tveggja áratuga. Lífeyrissjóðirnir voru enn of veikburða til að freista.Nú eru þeir freisting Nú eru lífeyrissjóðirnir orðnir öflugir. Þá freista þeir. Í djúpri kreppu fyrir fjórum áratugum var gildi lífeyrissparnaðarins leiðarljós sem smám saman færði menn að því marki að eiga þar traustar undirstöður velferðarkerfis og fjármálalífs í landinu. Síðustu vikur hefur öll stjórnmálaumræða hins vegar snúist um hverjir treysti sér til að ganga lengst í loforðum um að eyða þessum sparnaði. Áform stjórnarflokkanna hafa komið fram í afar skýrum og einörðum yfirlýsingum forystumanna þeirra: Formaður velferðarnefndar Alþingis vill steypa öllum lífeyrissjóðum í einn. Tilgangurinn er augljóslega sá að láta launafólk á almennum vinnumarkaði borga skuld ríkissjóðs við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Innanríkisráðherrann vill draga fjármuni út úr lífeyrissjóðunum til þess að lána til verkefna sem ríkissjóður getur ekki aflað skatttekna fyrir. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í of þröngu hagkerfi og eiga ekki annarra kosta völ. Í flestum tilvikum á að halda lánum sjóðanna utan við bókhald ríkissjóðs. Þegar ríkissjóður verður orðinn eini skuldari sjóðanna verður auðvelt að breyta kerfinu í gegnumstreymiskerfi því með öllu er óvíst að ríkissjóður geti aflað tekna til að endurgreiða lánin. Loks vill formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis skattleggja viðbótarlífeyrissparnað landsmanna nú þegar en ekki jafnóðum og hann er greiddur út. Gulrótin er sú að þetta borgi sig að gera strax áður en tekjuskatturinn verður hækkaður enn og aftur á næsta kjörtímabili. Svipuð hugmynd kom fyrst fram hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Réttlætingin var sú að koma í veg fyrir þær almennu skattahækkanir sem ríkisstjórnin boðaði í upphafi og hefur nú gert að veruleika. Eigi að síður var hugmyndin varasöm og er enn fráleitari nú eftir að skattahækkanirnar eru staðreynd.Lífeyrissparnaður í stað erlendra lána Í aðdraganda hrunsins náði eyðsluhyggjan yfirhöndinni. Þá voru það erlend lán sem uppfylltu drauma manna. Nú standa þau ekki til boða. Þá á að nota lífeyrissparnaðinn. Gildismatið er það sama: Eyðsluhyggja. Erlendir lánardrottnar töpuðu mest í bankahruninu. Næst verða það lífeyrisþegar. Þessi nýi boðskapur kemur í kjölfar skattabreytinga sem er beinlínis stefnt gegn ráðdeildarsemi og eignamyndun. Á sama tíma má lesa úr reikningum Seðlabankans að heimilin eru að auka yfirdráttarskuldir sínar og útlán til fyrirtækja dragast saman. Það eru ekki verksummerki endurreisnar. Menn eru að glíma við að búa til afturvirkt réttlæti. Það er göfug hugsun. Verkurinn er hins vegar sá að leiðirnar sem þeir benda á fela flestar í sér framvirkt ranglæti. Það er nokkur ráðgáta hvers vegna stjórnarandstöðuflokkarnir tefla ekki fram öðrum kosti með nýrri efnahagsáætlun þar sem sparnaðarhyggjan leysir eyðsluhyggjuna af hólmi. Það skyldi ekki vera að þögli meirihlutinn bíði eftir slíkri leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Að baki stjórnmálahugmyndum liggur mismunandi gildismat. Þá er einnig allur gangur á því hvort menn horfa á viðfangsefni stjórnmálanna af þúfu skammtímahagsmuna eða sjónarhæð langtímahagsmuna. Meðan Ísland var bundið af efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru langtímasjónarmið sterkari en skammtímasjónarmið og aðhaldssemi ofar eyðsluhyggju. Þetta hefur hins vegar verið að breytast býsna hratt á síðustu mánuðum. Ekki er úr vegi að bera þessi umskipti saman við það gildismat sem lá að baki viðbrögðum við efnahagsáföllunum á ofanverðum sjöunda áratugnum. Þá var gripið til margvíslegra ráðstafana sem bæði stjórnvöld og vinnumarkaðurinn áttu aðild að. Ein þeirra var sú að setja á fót verðjöfnunarsjóð í sjávarútvegi til þess að draga úr áhrifum verðsveiflna á erlendum mörkuðum og bæta með því stöðugleikann í þjóðarbúskapnum. Önnur var sú að forystumenn launafólks og atvinnurekenda sömdu um stofnun almennra lífeyrissjóða. Báðar þessar ráðstafanir sýndu að þrátt fyrir kreppu, kjaraskerðingu og atvinnuleysi töldu menn rétt að leggja á ráðin um einhver mestu sparnaðaráform í sögu landsins. Horft var til lengri framtíðar og gildi sparnaðar tekið fram yfir eyðsluhyggju. Um leið og vinstri stjórnin kom til valda 1971 var þessum gildum vikið til hliðar. Fyrsta verkið var að ganga hraustlega í verðjöfnunarsjóðinn. Það var ekki gert til að jafna sveiflur heldur til að auka eyðslu. Það átti að bæta kjörin og styrkja ríkissjóð. Þetta varð hins vegar neistinn sem kveikti verðbólgubál næstu tveggja áratuga. Lífeyrissjóðirnir voru enn of veikburða til að freista.Nú eru þeir freisting Nú eru lífeyrissjóðirnir orðnir öflugir. Þá freista þeir. Í djúpri kreppu fyrir fjórum áratugum var gildi lífeyrissparnaðarins leiðarljós sem smám saman færði menn að því marki að eiga þar traustar undirstöður velferðarkerfis og fjármálalífs í landinu. Síðustu vikur hefur öll stjórnmálaumræða hins vegar snúist um hverjir treysti sér til að ganga lengst í loforðum um að eyða þessum sparnaði. Áform stjórnarflokkanna hafa komið fram í afar skýrum og einörðum yfirlýsingum forystumanna þeirra: Formaður velferðarnefndar Alþingis vill steypa öllum lífeyrissjóðum í einn. Tilgangurinn er augljóslega sá að láta launafólk á almennum vinnumarkaði borga skuld ríkissjóðs við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Innanríkisráðherrann vill draga fjármuni út úr lífeyrissjóðunum til þess að lána til verkefna sem ríkissjóður getur ekki aflað skatttekna fyrir. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í of þröngu hagkerfi og eiga ekki annarra kosta völ. Í flestum tilvikum á að halda lánum sjóðanna utan við bókhald ríkissjóðs. Þegar ríkissjóður verður orðinn eini skuldari sjóðanna verður auðvelt að breyta kerfinu í gegnumstreymiskerfi því með öllu er óvíst að ríkissjóður geti aflað tekna til að endurgreiða lánin. Loks vill formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis skattleggja viðbótarlífeyrissparnað landsmanna nú þegar en ekki jafnóðum og hann er greiddur út. Gulrótin er sú að þetta borgi sig að gera strax áður en tekjuskatturinn verður hækkaður enn og aftur á næsta kjörtímabili. Svipuð hugmynd kom fyrst fram hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Réttlætingin var sú að koma í veg fyrir þær almennu skattahækkanir sem ríkisstjórnin boðaði í upphafi og hefur nú gert að veruleika. Eigi að síður var hugmyndin varasöm og er enn fráleitari nú eftir að skattahækkanirnar eru staðreynd.Lífeyrissparnaður í stað erlendra lána Í aðdraganda hrunsins náði eyðsluhyggjan yfirhöndinni. Þá voru það erlend lán sem uppfylltu drauma manna. Nú standa þau ekki til boða. Þá á að nota lífeyrissparnaðinn. Gildismatið er það sama: Eyðsluhyggja. Erlendir lánardrottnar töpuðu mest í bankahruninu. Næst verða það lífeyrisþegar. Þessi nýi boðskapur kemur í kjölfar skattabreytinga sem er beinlínis stefnt gegn ráðdeildarsemi og eignamyndun. Á sama tíma má lesa úr reikningum Seðlabankans að heimilin eru að auka yfirdráttarskuldir sínar og útlán til fyrirtækja dragast saman. Það eru ekki verksummerki endurreisnar. Menn eru að glíma við að búa til afturvirkt réttlæti. Það er göfug hugsun. Verkurinn er hins vegar sá að leiðirnar sem þeir benda á fela flestar í sér framvirkt ranglæti. Það er nokkur ráðgáta hvers vegna stjórnarandstöðuflokkarnir tefla ekki fram öðrum kosti með nýrri efnahagsáætlun þar sem sparnaðarhyggjan leysir eyðsluhyggjuna af hólmi. Það skyldi ekki vera að þögli meirihlutinn bíði eftir slíkri leiðsögn.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun