Góðir vinir geta bætt heilsu fólks ef marka má niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Kaliforníu.
Fleira fólk býr eitt í dag en áður og í þeim tilfellum geta náin vinasambönd komið í stað fjölskyldutengsla og betrumbætt líf fólks. „Vinir tengja okkur við stærra samfélagsnet og auðga líf okkar og hafa mikil áhrif á hamingju fólks," sagði James Fowler, prófessor í gena- og stjórnmálafræði við Háskólann í Kaliforníu. En sterk vináttubönd eiga einnig að styrkja sjálfsmynd fólks.
Góðir vinir bæta heilsu
