Eiga meira fé en þeir koma í lóg 20. mars 2012 05:00 Arður Ákvörðun um að greiða hluthöfum arð mun ekki hafa áhrif á getu Apple til að þróa vörur segir Tim Cook, forstjóri Apple.Fréttablaðið/AP Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj Fréttir Tækni Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj
Fréttir Tækni Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira