Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef 21. mars 2012 07:00 Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira