Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2012 06:45 Þóra var mögnuð á milli stanganna og hélt sínu liði inni í leiknum allt þar til undir lokin.fréttablaðið/stefán Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira