Fínt popp úr verksmiðjunni Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 14:00 Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu. Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.
Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira