Þrjú hundruð milljóna króna greiðsla Þreks ehf., fyrrverandi rekstrarfélags World Class, til Lauga ehf., núverandi rekstrarfélags, stendur óhögguð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.
Björn Leifsson í World Class stofnaði bæði félögin en Þrek er farið í þrot og taldi skiptastjóri þess að greiðslan hefði verið gjafagerningur.
Björn sagði greiðsluna vera hluta af skuldauppgjöri vegna húsnæðis World Class á Seltjarnarnesi, en 40 prósenta hlutur í því færðist formlega frá Laugum ehf. til Þreks ehf. með kaupsamningi í janúar 2008.
Skiptastjórinn taldi kaupsamninginn hafa verið gerðan til málamynda, enda hafi húsnæðið í raun allan tímann verið eign Þreks. Þetta telur dómurinn ósannað og sýknar því Laugar ehf. - sh
300 milljóna greiðsla lögleg

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent