Seðlabankinn fylgdi ekki verklagsreglum 23. mars 2012 07:30 æðsta stjórnin Öll meðferð og ákvarðanataka varðandi lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings var hjá æðstu stjórn bankans. Verklagsreglum var ekki fylgt. Bankastjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, kynna hér ákvörðun um stýrivexti ásamt Arnóri Hannibalssyni, núverandi aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. fréttablaðið/gva Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Í svarinu segir að lántöku Kaupþings hafi borið brátt að og því hafi ekki reynst tími til að kanna veðið eða fara eftir verklagsreglum. „Aðstæður þann 6. október voru með þeim hætti að enginn tími var til að fylgja verklagsreglum formlega eftir. Öll meðferð málsins og ákvarðanataka var hjá æðstu stjórn bankans. Öll áhersla var lögð á að tryggja réttarstöðu Seðlabankans með því að veðsetning tækist." Lánið var veitt til að vinna bug á lausafjárerfiðleikum Kaupþings, en það átti að greiðast fjórum dögum síðar. Það bar 9,4 prósenta nafnvexti. Ekki var gengið frá skriflegum lánasamningi á þeim degi sem lánið var veitt. Seðlabankinn telur í svari sínu ólíklegt að FIH-bankinn hefði veitt aðgang að lánasamningum sínum vegna trúnaðar við viðskiptavini. Danski bankinn var seldur haustið 2010. Hluti kaupverðsins, 1,9 milljarðar danskra króna, var greiddur við söluna en afganginn átti að greiða á fjórum árum. Upphæðin verður þó leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans á tímabilinu. Helgi Hjörvar spyr Seðlabankann að því hvort ekki sé óvíst um endurheimtur á helmingi lánsfjárhæðarinnar og fjármagnskostnaðar og líkur séu á að umtalsverður hluti þess geti tapast. Í svari Seðlabanka Íslands segir: „Talsverð óvissa ríkir um endurheimtur á seljandaláni („Earn-out-agreement") sem veitt var við sölu á hlutafé FIH-bankans ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Í svarinu segir að lántöku Kaupþings hafi borið brátt að og því hafi ekki reynst tími til að kanna veðið eða fara eftir verklagsreglum. „Aðstæður þann 6. október voru með þeim hætti að enginn tími var til að fylgja verklagsreglum formlega eftir. Öll meðferð málsins og ákvarðanataka var hjá æðstu stjórn bankans. Öll áhersla var lögð á að tryggja réttarstöðu Seðlabankans með því að veðsetning tækist." Lánið var veitt til að vinna bug á lausafjárerfiðleikum Kaupþings, en það átti að greiðast fjórum dögum síðar. Það bar 9,4 prósenta nafnvexti. Ekki var gengið frá skriflegum lánasamningi á þeim degi sem lánið var veitt. Seðlabankinn telur í svari sínu ólíklegt að FIH-bankinn hefði veitt aðgang að lánasamningum sínum vegna trúnaðar við viðskiptavini. Danski bankinn var seldur haustið 2010. Hluti kaupverðsins, 1,9 milljarðar danskra króna, var greiddur við söluna en afganginn átti að greiða á fjórum árum. Upphæðin verður þó leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans á tímabilinu. Helgi Hjörvar spyr Seðlabankann að því hvort ekki sé óvíst um endurheimtur á helmingi lánsfjárhæðarinnar og fjármagnskostnaðar og líkur séu á að umtalsverður hluti þess geti tapast. Í svari Seðlabanka Íslands segir: „Talsverð óvissa ríkir um endurheimtur á seljandaláni („Earn-out-agreement") sem veitt var við sölu á hlutafé FIH-bankans ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira