Dómari segir SFO algjörlega vanhæfa 11. apríl 2012 09:00 Vincent Tchenguiz Hann hefur farið fram á 20 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna málsins. Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra. Aðgerðirnar sem SFO réðst í í mars í fyrra voru gríðarlega umfangsmiklar og beindust að bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og Kaupþingi og lánaviðskiptum þeirra á milli. 135 manns tóku þátt í þeim og níu voru handteknir, þeirra á meðal Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og aðrir íslenskir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Í febrúar síðastliðnum neyddist SFO til að senda frá sér þriggja blaðsíðna skriflega afsökunarbeiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenna að aðgerðirnar hefðu grundvallast á röngum upplýsingum. Á sama tíma lýsti SFO því yfir að rannsóknin mundi halda áfram. Fyrir dómi í síðustu viku fór SFO fram á sex vikna frest til viðbótar til að sýna fram á það á hverju málið grundvallaðist, að því er segir í breska blaðinu Financial Times. Dómarinn, Sir John Thomas, sagði að það væri með öllu óviðunandi að SFO hefði enn ekki skilað af sér þessum rökstuðningi. Eina skýringin væri „alger vanhæfni". „Ég hef aldrei kynnst öðru eins," bætti hann við, samkvæmt Financial Times. Hann veitti þó frest til loka apríl. SFO afsakaði sig með því að nákvæmar upplýsingar um upphaf og aðdraganda rannsóknarinnar væru einfaldlega ekki lengur til staðar hjá embættinu. Margir af upphaflegum rannsakendum væru hættir störfum hjá stofnuninni og sumir jafnvel fluttir úr landi. Vincent Tchenguiz sagði óskiljanlegt að SFO hygðist halda áfram rannsókninni á málefnum hans í ljósi alls þessa. „Þegar ég var í skóla hélt ég því gjarnan fram að hundurinn hefði étið heimaverkefnin mín. Það er allt í lagi fyrir skólastrák, en frekar aumt af opinberum eftirlitsaðila," er haft eftir honum. Tchenguiz telur aðgerðirnar hafa skaðað sig og starfsemi sína og hefur höfðað hundrað milljóna punda skaðabótamál vegna þess, jafnvirði um 20 milljarða króna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra. Aðgerðirnar sem SFO réðst í í mars í fyrra voru gríðarlega umfangsmiklar og beindust að bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og Kaupþingi og lánaviðskiptum þeirra á milli. 135 manns tóku þátt í þeim og níu voru handteknir, þeirra á meðal Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og aðrir íslenskir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Í febrúar síðastliðnum neyddist SFO til að senda frá sér þriggja blaðsíðna skriflega afsökunarbeiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenna að aðgerðirnar hefðu grundvallast á röngum upplýsingum. Á sama tíma lýsti SFO því yfir að rannsóknin mundi halda áfram. Fyrir dómi í síðustu viku fór SFO fram á sex vikna frest til viðbótar til að sýna fram á það á hverju málið grundvallaðist, að því er segir í breska blaðinu Financial Times. Dómarinn, Sir John Thomas, sagði að það væri með öllu óviðunandi að SFO hefði enn ekki skilað af sér þessum rökstuðningi. Eina skýringin væri „alger vanhæfni". „Ég hef aldrei kynnst öðru eins," bætti hann við, samkvæmt Financial Times. Hann veitti þó frest til loka apríl. SFO afsakaði sig með því að nákvæmar upplýsingar um upphaf og aðdraganda rannsóknarinnar væru einfaldlega ekki lengur til staðar hjá embættinu. Margir af upphaflegum rannsakendum væru hættir störfum hjá stofnuninni og sumir jafnvel fluttir úr landi. Vincent Tchenguiz sagði óskiljanlegt að SFO hygðist halda áfram rannsókninni á málefnum hans í ljósi alls þessa. „Þegar ég var í skóla hélt ég því gjarnan fram að hundurinn hefði étið heimaverkefnin mín. Það er allt í lagi fyrir skólastrák, en frekar aumt af opinberum eftirlitsaðila," er haft eftir honum. Tchenguiz telur aðgerðirnar hafa skaðað sig og starfsemi sína og hefur höfðað hundrað milljóna punda skaðabótamál vegna þess, jafnvirði um 20 milljarða króna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira