Sögð hafa óhlýðnast vegna nektarstaðar 11. apríl 2012 06:30 Goldfinger Bæjarfulltrúar segja vef skemmtistaðarins og viðtöl við eiganda hans ásamt lögregluskýrslum hafa gefið tilefni til nánari skoðunar á staðnum áður en starfsleyfið var endurnýjað.Fréttablaðið/Heiða Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent