Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun