Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs 23. apríl 2012 06:30 Geir H. Haarde mun mæta fimmtán dómurum sem sæti eiga í Landsdómi í síðasta skipti í dag, þegar dómur verður kveðinn upp í máli sem Alþingi höfðaði á hendur honum.Fréttablaðið/GVA Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira