Búist við sölu Actavis í dag eða á morgun 25. apríl 2012 07:00 Actavis Sameinað fyrirtæki Actavis og Watson verður einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heimi.Fréttablaðið/Arnþór Gengið verður frá sölu á Actavis til bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Watson í dag eða á morgun ef marka má frétt Financial Times um málið frá því í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins verður kaupverðið um 4,5 milljarðar evra, jafngildi 750 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að megnið og jafnvel allt kaupverðið renni til Deutsche Bank sem fjármagnaði að langstærstum hluta yfirtöku félaga sem tengdust Björgólfi Thor Björgólfssyni á Actavis árið 2007. Í frétt Bloomberg um viðskiptin frá því á mánudag kemur fram að vænt kaupverð sé lægra en sem nemur virði skuldarinnar hjá Deutsche Bank. Muni bankinn í kjölfar viðskiptanna afskrifa 300 til 400 milljónir evra úr bókhaldi sínu en hann hefur þegar þurft að afskrifa skuldina um 500 milljónir evra á síðustu misserum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Deutsche Bank mun kynna afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi 2012 á morgun og er þess vænst að tilkynnt verði um söluna á Actavis áður en ársfjórðungsuppgjörið birtist. Sameinað fyrirtæki Actavis og Watson verður einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum en Actavis er með umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirði þótt höfuðstöðvar fyrirtækisins hafi verið færðar til Sviss. Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Gengið verður frá sölu á Actavis til bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Watson í dag eða á morgun ef marka má frétt Financial Times um málið frá því í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins verður kaupverðið um 4,5 milljarðar evra, jafngildi 750 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að megnið og jafnvel allt kaupverðið renni til Deutsche Bank sem fjármagnaði að langstærstum hluta yfirtöku félaga sem tengdust Björgólfi Thor Björgólfssyni á Actavis árið 2007. Í frétt Bloomberg um viðskiptin frá því á mánudag kemur fram að vænt kaupverð sé lægra en sem nemur virði skuldarinnar hjá Deutsche Bank. Muni bankinn í kjölfar viðskiptanna afskrifa 300 til 400 milljónir evra úr bókhaldi sínu en hann hefur þegar þurft að afskrifa skuldina um 500 milljónir evra á síðustu misserum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Deutsche Bank mun kynna afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi 2012 á morgun og er þess vænst að tilkynnt verði um söluna á Actavis áður en ársfjórðungsuppgjörið birtist. Sameinað fyrirtæki Actavis og Watson verður einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum en Actavis er með umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirði þótt höfuðstöðvar fyrirtækisins hafi verið færðar til Sviss.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira