Vaðlaheiðarvegavinnuvarnaðarorð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. apríl 2012 06:00 Þingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7 milljarða króna af peningum skattgreiðenda. Eitt af fylgiskjölum frumvarpsins er umsögn Ríkisábyrgðasjóðs. Þar eru sett fram sterk varnaðarorð um áhættuna sem ríkissjóður tekur á sig með lánveitingunni. Ríkisábyrgðasjóður bendir meðal annars á að það sé rangt, sem haldið hefur verið fram, að gerð Vaðlaheiðarganga sé einkaframkvæmd með ríkisábyrgð. Einkaframkvæmd feli í sér að áhætta sé færð frá ríkinu til einkaaðila. Í þessu tilviki sé hins vegar ráð fyrir því gert að ríkissjóður „taki á sig alla áhættu varðandi fjármögnun verkefnisins ásamt því að þurfa að treysta því að fjárfestar endurfjármagni án ríkisábyrgðar verkefnið að framkvæmdum loknum árið 2018." Ríkisábyrgðasjóður gerir, eins og margir fleiri, athugasemdir við forsendur Vaðlaheiðarverkefnisins hvað varðar spár um umferðarþróun og rekstrarkostnað. Jafnvel þótt þær forsendur, auk áætlana um stofnkostnað og veggjöld, stæðust telur sjóðurinn verkefnið áhættusamt. Hann telur áætlanir um að hægt verði að endurfjármagna lán ríkisins með langtímaláni á 3,7% vöxtum alltof bjartsýnar. Sjóðurinn telur líklegt að fjármagnskostnaðurinn verði allt að tvöfalt hærri. Þá standi göngin ekki undir sér og verulegar líkur séu á greiðslufalli. Þá sitja skattgreiðendur uppi með allan kostnað af framkvæmdinni, eins og margir hafa varað við. Í greinargerðinni með frumvarpi Oddnýjar er gert lítið úr umsögn Ríkisábyrgðasjóðs og sagt að ekki séu „nein merki um að á næstu árum verði um sérstakan viðsnúning að ræða varðandi þróun vaxta verðtryggðra skuldabréfa." Óneitanlega er athyglisvert að þetta skuli vera skoðun fjármálaráðherra á málinu, því að í grein hér í blaðinu fyrir stuttu hvatti hún til þess að tækifærið yrði notað til að greiða niður skuldir ríkissjóðs á næstunni, á meðan vextir væru lágir, vegna þess að „enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum" eins og sagði þar. Peningarnir, sem Vaðlaheiðargöngum hf. verða lánaðir, verða ekki notaðir til að borga niður skuldir og ekki heldur til neinna annarra verkefna ríkisins. Ríkisábyrgðasjóður sagði í umsögn sinni að áhætta ríkissjóðs af Vaðlaheiðarverkefninu væri slík að nær gæti verið að ríkissjóður fjármagnaði verkið að fullu eins og aðrar opinberar framkvæmdir. Ef peningar eru til svo splæsa megi í dýrar vegaframkvæmdir, liggur hins vegar fyrir að aðrar framkvæmdir í öðrum landshlutum eru taldar brýnni bæði vegna öryggis- og hagkvæmnisjónarmiða. Einkaframkvæmdin svokallaða var forsenda þess að Vaðlaheiðargöngum var kippt fram fyrir í framkvæmdaröðinni. Vaðlaheiðarverkefnið hefur verið keyrt áfram af meira kappi en forsjá, af hálfu þingmanna Norðausturkjördæmis og ríkisstjórnarinnar. Alþingi ber hins vegar að hlusta á varnaðarorðin og taka ákvörðun út frá hagsmunum skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Þingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7 milljarða króna af peningum skattgreiðenda. Eitt af fylgiskjölum frumvarpsins er umsögn Ríkisábyrgðasjóðs. Þar eru sett fram sterk varnaðarorð um áhættuna sem ríkissjóður tekur á sig með lánveitingunni. Ríkisábyrgðasjóður bendir meðal annars á að það sé rangt, sem haldið hefur verið fram, að gerð Vaðlaheiðarganga sé einkaframkvæmd með ríkisábyrgð. Einkaframkvæmd feli í sér að áhætta sé færð frá ríkinu til einkaaðila. Í þessu tilviki sé hins vegar ráð fyrir því gert að ríkissjóður „taki á sig alla áhættu varðandi fjármögnun verkefnisins ásamt því að þurfa að treysta því að fjárfestar endurfjármagni án ríkisábyrgðar verkefnið að framkvæmdum loknum árið 2018." Ríkisábyrgðasjóður gerir, eins og margir fleiri, athugasemdir við forsendur Vaðlaheiðarverkefnisins hvað varðar spár um umferðarþróun og rekstrarkostnað. Jafnvel þótt þær forsendur, auk áætlana um stofnkostnað og veggjöld, stæðust telur sjóðurinn verkefnið áhættusamt. Hann telur áætlanir um að hægt verði að endurfjármagna lán ríkisins með langtímaláni á 3,7% vöxtum alltof bjartsýnar. Sjóðurinn telur líklegt að fjármagnskostnaðurinn verði allt að tvöfalt hærri. Þá standi göngin ekki undir sér og verulegar líkur séu á greiðslufalli. Þá sitja skattgreiðendur uppi með allan kostnað af framkvæmdinni, eins og margir hafa varað við. Í greinargerðinni með frumvarpi Oddnýjar er gert lítið úr umsögn Ríkisábyrgðasjóðs og sagt að ekki séu „nein merki um að á næstu árum verði um sérstakan viðsnúning að ræða varðandi þróun vaxta verðtryggðra skuldabréfa." Óneitanlega er athyglisvert að þetta skuli vera skoðun fjármálaráðherra á málinu, því að í grein hér í blaðinu fyrir stuttu hvatti hún til þess að tækifærið yrði notað til að greiða niður skuldir ríkissjóðs á næstunni, á meðan vextir væru lágir, vegna þess að „enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum" eins og sagði þar. Peningarnir, sem Vaðlaheiðargöngum hf. verða lánaðir, verða ekki notaðir til að borga niður skuldir og ekki heldur til neinna annarra verkefna ríkisins. Ríkisábyrgðasjóður sagði í umsögn sinni að áhætta ríkissjóðs af Vaðlaheiðarverkefninu væri slík að nær gæti verið að ríkissjóður fjármagnaði verkið að fullu eins og aðrar opinberar framkvæmdir. Ef peningar eru til svo splæsa megi í dýrar vegaframkvæmdir, liggur hins vegar fyrir að aðrar framkvæmdir í öðrum landshlutum eru taldar brýnni bæði vegna öryggis- og hagkvæmnisjónarmiða. Einkaframkvæmdin svokallaða var forsenda þess að Vaðlaheiðargöngum var kippt fram fyrir í framkvæmdaröðinni. Vaðlaheiðarverkefnið hefur verið keyrt áfram af meira kappi en forsjá, af hálfu þingmanna Norðausturkjördæmis og ríkisstjórnarinnar. Alþingi ber hins vegar að hlusta á varnaðarorðin og taka ákvörðun út frá hagsmunum skattgreiðenda.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun