Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun 25. apríl 2012 04:00 á sjó Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. fréttablaðið/jse Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent