Skeljungur mögulega á markað 26. apríl 2012 08:00 Endurfjármögnun Móðurfélag Skeljungs greiddi upp allar skuldir sínar við Íslandsbanka í febrúar með endurfjármögnun frá Arion banka. Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. Skeljungur keypti 34% hlut í færeyska félaginu P/F Magn, sem á og rekur bensínstöðvar og dreifir olíu í Færeyjum, í mars 2012. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið með þessum viðskiptum sé að stuðla „að vexti félagsins, auka verðgildi þess og jafnframt að gera það að áhugaverðari fjárfestingarkosti, m.a. vegna mögulegrar skráningar félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi". Skeljungur seldi vörur fyrir 31,6 milljarða króna í fyrra. Það er aukning um 5,2 milljarða króna frá árinu áður. Heildarskuldir félagsins voru 8,8 milljarðar króna og eigið fé þess 3,7 milljarðar króna. Stærstu eigendur Skeljungs eru Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson með samtals 94,7% eignarhlut. Í tilkynningu vegna aðalfundarins segir að „mikil umbreyting hefur átt sér stað á rekstri og efnahag Skeljungs á undanförnum árum […] Nettó vaxtaberandi skuldir þess eru kr. 4.882 millj. Og hafa lækkað um kr. 6.980 millj. síðan að núverandi eigendur komu að rekstrinum haustið 2008". Þar kemur einnig fram að Arion banki hafi endurfjármagnað skuldir móðurfélags Skeljungs í febrúar og að félagið hafi við það greitt upp allar skuldir sínar við þáverandi viðskiptabanka, Íslandsbanka. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var hlutafé Skeljungs hækkað um 142 milljónir króna á sama tíma. Hjá Skeljungi starfa 250 manns og félagið starfrækir 67 bensínstöðvar. -þsj Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira
Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. Skeljungur keypti 34% hlut í færeyska félaginu P/F Magn, sem á og rekur bensínstöðvar og dreifir olíu í Færeyjum, í mars 2012. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið með þessum viðskiptum sé að stuðla „að vexti félagsins, auka verðgildi þess og jafnframt að gera það að áhugaverðari fjárfestingarkosti, m.a. vegna mögulegrar skráningar félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi". Skeljungur seldi vörur fyrir 31,6 milljarða króna í fyrra. Það er aukning um 5,2 milljarða króna frá árinu áður. Heildarskuldir félagsins voru 8,8 milljarðar króna og eigið fé þess 3,7 milljarðar króna. Stærstu eigendur Skeljungs eru Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson með samtals 94,7% eignarhlut. Í tilkynningu vegna aðalfundarins segir að „mikil umbreyting hefur átt sér stað á rekstri og efnahag Skeljungs á undanförnum árum […] Nettó vaxtaberandi skuldir þess eru kr. 4.882 millj. Og hafa lækkað um kr. 6.980 millj. síðan að núverandi eigendur komu að rekstrinum haustið 2008". Þar kemur einnig fram að Arion banki hafi endurfjármagnað skuldir móðurfélags Skeljungs í febrúar og að félagið hafi við það greitt upp allar skuldir sínar við þáverandi viðskiptabanka, Íslandsbanka. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var hlutafé Skeljungs hækkað um 142 milljónir króna á sama tíma. Hjá Skeljungi starfa 250 manns og félagið starfrækir 67 bensínstöðvar. -þsj
Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira