Barist í blokk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. maí 2012 12:30 Bíó. The Raid: Redemption. Leikstjórn: Gareth Evans. Leikarar: Iko Uwais Joe Taslim, Donny Alamsyah, Yayan Ruhian, Pierre Gruno, Tegar Setrya, Ray Sahetapy. Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins. Hópur sérsveitarmanna í Djakarta fær það hættulega verkefni að handsama eiturlyfjabarón sem hefur hreiðrað um sig í niðurníddri blokk í borginni. Illmenninu til halds og trausts er stór hópur blóðþyrstra bardagamanna sem flestir virðast njóta þess að stráfella löggurnar með sveðjum, byssum og berum höndum. Áhorfendur halda með Rama, ungri löggu með ólétta eiginkonu heima fyrir, en hann er afar lunkinn í indónesísku bardagalistinni Silat. Því miður fyrir hann eru bófarnir það líka og mesta púður myndarinnar fer í tilkomumiklar slagsmálasenur. Það er þó af hinu góða enda myndin hvorki sérstaklega vel skrifuð né leikin. Óvæntu flétturnar eru fyrirsjáanlegar og sum bardagaatriðin nokkrum mínútum of löng. Kvikmyndin er þrátt fyrir þetta nokkuð skemmtileg, og felst skemmtanagildið aðallega í yfirgengilegu ofbeldinu, en sum okkar eru jú svo fársjúk á sálinni að blóðslettur og limlestingar á hvíta tjaldinu geta vakið hjá okkur kátínu. Allavega þegar morðin eru framin af jafn mikilli íþróttamennsku og hér. Að sama skapi spyr maður sig: „Af hverju eru öll þessi fimu hraustmenni í blettóttum joggingbuxum að selja eiturlyf og drepa fólk í stað þess að keppa á stórmótum?" Niðurstaða: Ég vorkenni þeim sem þarf að þrífa sameignina. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. The Raid: Redemption. Leikstjórn: Gareth Evans. Leikarar: Iko Uwais Joe Taslim, Donny Alamsyah, Yayan Ruhian, Pierre Gruno, Tegar Setrya, Ray Sahetapy. Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins. Hópur sérsveitarmanna í Djakarta fær það hættulega verkefni að handsama eiturlyfjabarón sem hefur hreiðrað um sig í niðurníddri blokk í borginni. Illmenninu til halds og trausts er stór hópur blóðþyrstra bardagamanna sem flestir virðast njóta þess að stráfella löggurnar með sveðjum, byssum og berum höndum. Áhorfendur halda með Rama, ungri löggu með ólétta eiginkonu heima fyrir, en hann er afar lunkinn í indónesísku bardagalistinni Silat. Því miður fyrir hann eru bófarnir það líka og mesta púður myndarinnar fer í tilkomumiklar slagsmálasenur. Það er þó af hinu góða enda myndin hvorki sérstaklega vel skrifuð né leikin. Óvæntu flétturnar eru fyrirsjáanlegar og sum bardagaatriðin nokkrum mínútum of löng. Kvikmyndin er þrátt fyrir þetta nokkuð skemmtileg, og felst skemmtanagildið aðallega í yfirgengilegu ofbeldinu, en sum okkar eru jú svo fársjúk á sálinni að blóðslettur og limlestingar á hvíta tjaldinu geta vakið hjá okkur kátínu. Allavega þegar morðin eru framin af jafn mikilli íþróttamennsku og hér. Að sama skapi spyr maður sig: „Af hverju eru öll þessi fimu hraustmenni í blettóttum joggingbuxum að selja eiturlyf og drepa fólk í stað þess að keppa á stórmótum?" Niðurstaða: Ég vorkenni þeim sem þarf að þrífa sameignina.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira