Köld krumla fortíðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2012 06:00 Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur.
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira