Jarðarber og fljúgandi svín Sigga Dögg skrifar 1. júní 2012 21:00 Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? Þessar spurningar eru mjög algengar hjá ungu fólki sem finnur fyrir vaxandi fiðringi en veit ekki hvernig best er að fá útrás og af hverju tilfinningarnar geta verið svona ólíkar. Stundum er fullnæging ótrúlega góð og gersamlega tæmandi, stundum er hún varla til staðar og stundum er hún bara allt í lagi, ekkert spes. Stundum fá strákar sáðlát og stundum ekki. Stundum heyrast háværar stunur en stundum bara andvarp. Þessar hugleiðingar eru mér hugleiknar því orð geta átt erfitt með að útskýra þetta fyllilega og fyrir ungum áköfum hugum þarf oft eitthvað meira og haldbærara, jafnvel myndræna útlistun. Ég lá því á netinu og leitaði að myndum sem mér fannst lýsa kynlífi og fullnægingu. Ég týndi til myndir af nautnafullum mat eins og súkkulaðiköku þar sem bráðið súkkulaði lak úr kjarnanum; krúttlegum bollakökum, bleikum kandífloss, súkkulaðihúðuðu jarðarberi, og nammi með mismunandi ávaxtabragði. Þannig er kynlíf nautnafullt en einnig sætt, sykurhúðað, óvænt og krúttlegt. Svo týndi ég til myndir af hraðskreiðum sportbíl, eldsloga, rússíbana og flugeldum. Kynlíf getur nefnilega komið mann alveg á hvolf, keyrt upp áreynsluna og kveikt á hverri einustu eldheitu tilfinningu í líkamanum. Þá fannst mér viðeigandi að hafa skælbrosandi sól, fljúgandi svín og kettlinga að kúra. Kynlíf færir manni gleði, hlýju, og notalega tilfinningu í kroppinn og sálina. Ég setti einnig inn mynd af hlæjandi kalli því kynlíf er fyndið og skemmtilegt og það verður enn betra ef húmorinn er með í för.Hvað er kynlíf? Stundum er fullnæging ótrúlega góð og gersamlega tæmandi en stundum ekki.Eftir að við krakkarnir höfðum skoðað þessar myndir þá minnti ég þau á að kynlíf byrjar maður að stunda einn með sjálfum sér. Í umræðu sem er sífellt neikvæð og dregur upp dökka mynd af þessari hjartans þrá þá finnst mér í lagi að létta á sektarkenndinni og sýna að þetta er allt í lagi, meira að segja bara nokkuð frábært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun
Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? Þessar spurningar eru mjög algengar hjá ungu fólki sem finnur fyrir vaxandi fiðringi en veit ekki hvernig best er að fá útrás og af hverju tilfinningarnar geta verið svona ólíkar. Stundum er fullnæging ótrúlega góð og gersamlega tæmandi, stundum er hún varla til staðar og stundum er hún bara allt í lagi, ekkert spes. Stundum fá strákar sáðlát og stundum ekki. Stundum heyrast háværar stunur en stundum bara andvarp. Þessar hugleiðingar eru mér hugleiknar því orð geta átt erfitt með að útskýra þetta fyllilega og fyrir ungum áköfum hugum þarf oft eitthvað meira og haldbærara, jafnvel myndræna útlistun. Ég lá því á netinu og leitaði að myndum sem mér fannst lýsa kynlífi og fullnægingu. Ég týndi til myndir af nautnafullum mat eins og súkkulaðiköku þar sem bráðið súkkulaði lak úr kjarnanum; krúttlegum bollakökum, bleikum kandífloss, súkkulaðihúðuðu jarðarberi, og nammi með mismunandi ávaxtabragði. Þannig er kynlíf nautnafullt en einnig sætt, sykurhúðað, óvænt og krúttlegt. Svo týndi ég til myndir af hraðskreiðum sportbíl, eldsloga, rússíbana og flugeldum. Kynlíf getur nefnilega komið mann alveg á hvolf, keyrt upp áreynsluna og kveikt á hverri einustu eldheitu tilfinningu í líkamanum. Þá fannst mér viðeigandi að hafa skælbrosandi sól, fljúgandi svín og kettlinga að kúra. Kynlíf færir manni gleði, hlýju, og notalega tilfinningu í kroppinn og sálina. Ég setti einnig inn mynd af hlæjandi kalli því kynlíf er fyndið og skemmtilegt og það verður enn betra ef húmorinn er með í för.Hvað er kynlíf? Stundum er fullnæging ótrúlega góð og gersamlega tæmandi en stundum ekki.Eftir að við krakkarnir höfðum skoðað þessar myndir þá minnti ég þau á að kynlíf byrjar maður að stunda einn með sjálfum sér. Í umræðu sem er sífellt neikvæð og dregur upp dökka mynd af þessari hjartans þrá þá finnst mér í lagi að létta á sektarkenndinni og sýna að þetta er allt í lagi, meira að segja bara nokkuð frábært.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun