Einstök aðgerð bjargaði lífi 9. júní 2012 14:00 Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is Plastbarkamálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is
Plastbarkamálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira