Dáleiðandi lágtækni Þóroddur Bjarnason skrifar 14. júní 2012 12:30 Falinn - Gone. Verk Ragnars kemur skemmtilega á óvart að mati gagnrýnanda, sjónarspilið er í ágætum takti við Hlemm og speglunin býr til dáleiðandi myndir sem hægt er að horfa á vel og lengi. Fréttablaðið/anton Falinn - Gone. Útibú Kling og Bang, Hlemmi. Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið. Á Hlemmsvæðinu er nú hægt að skoða myndlist á nokkrum stöðum. Í sýningarglugga Arion bankaútibúsins, Rauðarárstígsmegin, hafa verið um þó nokkra hríð til sýnis tvö skemmtileg verk eftir Helga Þórsson, málverk málað í líflegum barnslegum stíl sem heitir Skólaball og höggmynd úr bastkörfu og pappamassa sem heitir Prófessorinn, í sama stíl og málverkið, af manni með lampaskerm á höfðinu. Hinum megin götunnar er hið umsvifamikla Gallerí Fold, með mikið úrval myndlistar. Ekki langt undan, að Hverfisgötu 61 starfrækja nokkrir myndlistarmenn gallerí Klósett, en það er eins og nafnið gefur til kynna staðsett inni á klósetti á vinnustofum listamannanna. Þar standa sýningar jafnan stutt yfir, eða bara um opnunarhelgina sjálfa. Sá sem síðast sýndi á klósettinu var listamaðurinn Gulli Már, verkið „A Very Private Gentlemen". Þetta var ein stór ljósmynd af manneskju á nærfötunum, konu að því er virðist, sem stendur berleggjuð með brúsa af barnaolíu í vinstri hendi fyrir ofan óumbúið rúm. Viðeigandi verk fyrir sýningarrýmið. Yfir Hlemmnum sjálfum vakir síðan útilistaverk Sigurjóns Ólafssonar, Klyfjahestur, og virkar sem jarðtenging í óreiðukenndu umhverfi. Úrval myndlistarviðburða við Hlemm jókst nú nýverið þegar félagarekna galleríið Kling og Bang sem er með höfuðstöðvar sínar við Hverfisgötu í Reykjavík, opnaði útibú úti á miðju gólfi á sjálfum Hlemmi, þ.e. inni á stoppistöðinni, og kallar sýningarstaðinn Public Art Center – Kling og Bang útibú. Sýningarrýmið, boxið sem hýsir sýninguna, er stór og myndarlegur hvítur járnkassi með gleri á öllum hliðum og lýsingu. Uppsetningin er samt óþarflega hrá ennþá með rafmagnssnúru hangandi druslulega ofan úr loftinu. Fyrsti sýnandi í rýminu er Ragnar Már Nikulásson með verkið „Falinn – Gone". Verk Ragnars í kassanum er fallegt og jafnvel seiðandi, á sinn látlausa „lágtæknilega" hátt. Verkið sjálft er sjáanlegt lögreglustöðvarmegin, og samanstendur af tveimur skáhallandi speglum og í endanum er eins konar rafdrifin rúllugardína sem á hefur verið spreyjuð gul lína. Saumuð samskeytin spila einnig rullu í sýningunni og við sögu koma lausir endar í efninu, málningarblettir og annað ef vel er að gáð. Aðalatriðið er hins vegar sjónarspilið sem verður til og það yfirbragð sem listamaðurinn hefur valið og er í ágætum takti við Hlemminn. Verkið minnir strax á kviksjá. Rúllugardínan er á stöðugri ferð og speglunin býr til dáleiðandi myndir sem hægt er að horfa á vel og lengi. Þetta er verk sem kemur skemmtilega á óvart og passar einkar vel inn í sýningarkassann sjálfan, eins og hann sé órjúfanlegur hluti verksins. Niðurstaða: Sýning sem kemur skemmtilega á óvart, en frágangur hefði mátt vera betri. Lífið Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Falinn - Gone. Útibú Kling og Bang, Hlemmi. Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið. Á Hlemmsvæðinu er nú hægt að skoða myndlist á nokkrum stöðum. Í sýningarglugga Arion bankaútibúsins, Rauðarárstígsmegin, hafa verið um þó nokkra hríð til sýnis tvö skemmtileg verk eftir Helga Þórsson, málverk málað í líflegum barnslegum stíl sem heitir Skólaball og höggmynd úr bastkörfu og pappamassa sem heitir Prófessorinn, í sama stíl og málverkið, af manni með lampaskerm á höfðinu. Hinum megin götunnar er hið umsvifamikla Gallerí Fold, með mikið úrval myndlistar. Ekki langt undan, að Hverfisgötu 61 starfrækja nokkrir myndlistarmenn gallerí Klósett, en það er eins og nafnið gefur til kynna staðsett inni á klósetti á vinnustofum listamannanna. Þar standa sýningar jafnan stutt yfir, eða bara um opnunarhelgina sjálfa. Sá sem síðast sýndi á klósettinu var listamaðurinn Gulli Már, verkið „A Very Private Gentlemen". Þetta var ein stór ljósmynd af manneskju á nærfötunum, konu að því er virðist, sem stendur berleggjuð með brúsa af barnaolíu í vinstri hendi fyrir ofan óumbúið rúm. Viðeigandi verk fyrir sýningarrýmið. Yfir Hlemmnum sjálfum vakir síðan útilistaverk Sigurjóns Ólafssonar, Klyfjahestur, og virkar sem jarðtenging í óreiðukenndu umhverfi. Úrval myndlistarviðburða við Hlemm jókst nú nýverið þegar félagarekna galleríið Kling og Bang sem er með höfuðstöðvar sínar við Hverfisgötu í Reykjavík, opnaði útibú úti á miðju gólfi á sjálfum Hlemmi, þ.e. inni á stoppistöðinni, og kallar sýningarstaðinn Public Art Center – Kling og Bang útibú. Sýningarrýmið, boxið sem hýsir sýninguna, er stór og myndarlegur hvítur járnkassi með gleri á öllum hliðum og lýsingu. Uppsetningin er samt óþarflega hrá ennþá með rafmagnssnúru hangandi druslulega ofan úr loftinu. Fyrsti sýnandi í rýminu er Ragnar Már Nikulásson með verkið „Falinn – Gone". Verk Ragnars í kassanum er fallegt og jafnvel seiðandi, á sinn látlausa „lágtæknilega" hátt. Verkið sjálft er sjáanlegt lögreglustöðvarmegin, og samanstendur af tveimur skáhallandi speglum og í endanum er eins konar rafdrifin rúllugardína sem á hefur verið spreyjuð gul lína. Saumuð samskeytin spila einnig rullu í sýningunni og við sögu koma lausir endar í efninu, málningarblettir og annað ef vel er að gáð. Aðalatriðið er hins vegar sjónarspilið sem verður til og það yfirbragð sem listamaðurinn hefur valið og er í ágætum takti við Hlemminn. Verkið minnir strax á kviksjá. Rúllugardínan er á stöðugri ferð og speglunin býr til dáleiðandi myndir sem hægt er að horfa á vel og lengi. Þetta er verk sem kemur skemmtilega á óvart og passar einkar vel inn í sýningarkassann sjálfan, eins og hann sé órjúfanlegur hluti verksins. Niðurstaða: Sýning sem kemur skemmtilega á óvart, en frágangur hefði mátt vera betri.
Lífið Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira