OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi 15. júní 2012 05:30 Bjarni Bjarnason Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl Fréttir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði Sjá meira
Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl
Fréttir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði Sjá meira