Rokkveisla í Kaplakrika 28. júní 2012 12:00 HAM, Skálmöld og Sólstafir eru á meðal hljómsveita sem koma fram á stórtónleikunum Rokkjötnar 2012. Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni. „Við förum með alla hátalarana á landinu í alvöru sal. Þannig á þungarokk að vera,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, oftast kallaður Bibbi, meðlimur þungarokksveitarinnar Skálmöld. Skálmöld er ein af átta hljómsveitum sem koma fram á stórtónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika 8. september. Hinar hljómsveitirnar eru ekki síður hressandi: HAM, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Eins og listinn yfir hljómsveitirnar sem koma fram gefur til kynna verður rokkið í þyngri kantinum á tónleikunum. Bibbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir ríka þörf á alvöru þungarokktónleikum. „Af hverju í andskotanum er alltaf verið að halda flotta tónleika úti um allt og af hverju erum við ekki að gera þetta? Það er alltaf einhver minnimáttarkennd í þungarokkinu um að enginn komi, en ég neita að trúa því,“ segir Bibbi ákveðinn. „Ég tók með mér góða menn sem ég treysti og veit að geta staðið í svona málum. Með fullri virðingu fyrir Gauknum og Nasa, sem eru frábærir og nauðsynlegir, þá verðum við stundum að gera eitthvað annað en það.“ Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tuborg og Jagermeister. Glæsilegri umgjörð er lofað og hljóð- og ljósakerfi verður af stærðargráðu sem fátítt er að prýði slíkar samkomur. Kynslóðabil hljómsveitanna er breitt og Bibbi á von á fólki á öllum aldri. „Það er því miður 18 ára aldurstakmark, en ég á von á fólki 18 ára og upp úr,“ segir hann. „Ef maður heldur rokktónleika þá getur maður verið handviss um að það verði ekkert vesen. Svo heldurðu þjóðhátíð, eða eitthvað djöfulsins poppreif, þá er endalaust af nauðgunum og slagsmálum.“ 4.990 krónur kostar inn á tónleikana og miðasala hófst á Midi.is í vikunni. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni. „Við förum með alla hátalarana á landinu í alvöru sal. Þannig á þungarokk að vera,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, oftast kallaður Bibbi, meðlimur þungarokksveitarinnar Skálmöld. Skálmöld er ein af átta hljómsveitum sem koma fram á stórtónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika 8. september. Hinar hljómsveitirnar eru ekki síður hressandi: HAM, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Eins og listinn yfir hljómsveitirnar sem koma fram gefur til kynna verður rokkið í þyngri kantinum á tónleikunum. Bibbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir ríka þörf á alvöru þungarokktónleikum. „Af hverju í andskotanum er alltaf verið að halda flotta tónleika úti um allt og af hverju erum við ekki að gera þetta? Það er alltaf einhver minnimáttarkennd í þungarokkinu um að enginn komi, en ég neita að trúa því,“ segir Bibbi ákveðinn. „Ég tók með mér góða menn sem ég treysti og veit að geta staðið í svona málum. Með fullri virðingu fyrir Gauknum og Nasa, sem eru frábærir og nauðsynlegir, þá verðum við stundum að gera eitthvað annað en það.“ Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tuborg og Jagermeister. Glæsilegri umgjörð er lofað og hljóð- og ljósakerfi verður af stærðargráðu sem fátítt er að prýði slíkar samkomur. Kynslóðabil hljómsveitanna er breitt og Bibbi á von á fólki á öllum aldri. „Það er því miður 18 ára aldurstakmark, en ég á von á fólki 18 ára og upp úr,“ segir hann. „Ef maður heldur rokktónleika þá getur maður verið handviss um að það verði ekkert vesen. Svo heldurðu þjóðhátíð, eða eitthvað djöfulsins poppreif, þá er endalaust af nauðgunum og slagsmálum.“ 4.990 krónur kostar inn á tónleikana og miðasala hófst á Midi.is í vikunni.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp