Kátir og klúrir Klaufar Trausti Júlíusson skrifar 2. ágúst 2012 21:00 Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp. Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp.
Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið