Boðar niðurskurð og hækkanir 12. júlí 2012 00:00 fjölmennt Mótmælendur fjölmenntu í miðborg Madrídar í gær, en upphaf mótmælanna er óánægja námuverkamanna með lægri niðurgreiðslur til greinarinnar. fréttablaðið/ap Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb
Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent