Unglingar og klám Sigga Dögg skrifar 2. ágúst 2012 12:00 Unglingar horfa á klám. Það er staðreynd. Margir vita að klám er óraunverulegt en reyna samt að draga einhvern lærdóm af því. Þekkingin til að greina á milli hvað sé raunhæft og hvað ekki er ekki til staðar sökum reynsluleysis í samskiptum og kynlífi. Klámið kennir börnum ekki samskipti því þar eru einungis geltar skipanir og svívirðingar. Við fullorðna fólkið vitum að sú tækni dugar skammt í raunverulegum kynmökum en þeir sem hana hafa prófað hafa oftar en ekki sármóðgað bólfélagann með tilheyrandi leiðindum. Þá kennir klámið heldur ekki tækni, þarna eru atvinnumenn á ferð og leikmenn sem ætla að herma eftir geta slasað sig og aðra. Mín leið til að tækla klámumræðuna er ekki að banna áhorf, enda vitum við að það dugar ekki. Unglingar vilja vita meira um kynlíf og þegar varir foreldranna eru heftaðar saman þá munu þeir leita á alla miðla til að afla sér upplýsinga. Í gamla daga voru það bækur, í dag er það netið. Þetta er gömul saga í nýjum búningi. Ég kýs að koma fram við börn af heiðarleika og hreinskilni og bendi þeim á staðreyndir málsins. Ég útskýri fyrir þeim að klámmynd sé í raun ekkert annað en klúr og allsber útgáfa af Hringadróttinssögu. Tæknibrellum er beitt, sviðsmynd smíðuð, ljósin stillt og undir farðanum og búningunum er raunverulegt fólk sem fær greitt fyrir þessa vinnu. Þetta er jú vinna og það skal enginn halda að þetta geri fólk sér eingöngu til skemmtunar. Það er einnig handrit og leikararnir fá pásur á milli atriða. Þau fara í slopp, fá sér kaffi og kleinuhring og spjalla um nýjasta appið, eða eitthvað svoleiðis. Þá klikka líka hlutir í klámmyndum. Stundum prumpar einhver svo hátt að það heyrist í hljóðnemanum og þá þarf að gera hlé á tökum, áhorfandanum þykir prump ekki sexí þó leikararnir springi úr hlátri. Stundum brotna gervilimir, fólk fær krampa í fótinn, sæði upp í nefið og bítur óvart viðkvæmt kynfærið. Mistökin gerast en við sjáum það sjaldnast. Það er klippt til, allir í pásu, svo er haldið áfram þar sem frá var horfið. Það eru mjög fáir sem hamast samfleytt í inn-út lengur en þrjár mínútur í senn og beinar samfarir vara sjaldnast lengur en 7 mínútur. Klám er því framleiddur tilbúningur í sýndarheimi. Klám er ekki efni frá Námsgagnastofnun og því ekki leiðarvísir að góðu kynlífi. Þennan pistil megið þið, kæru foreldrar, eigna ykkur og endursegja börnunum ykkar, oft og mörgum sinnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Unglingar horfa á klám. Það er staðreynd. Margir vita að klám er óraunverulegt en reyna samt að draga einhvern lærdóm af því. Þekkingin til að greina á milli hvað sé raunhæft og hvað ekki er ekki til staðar sökum reynsluleysis í samskiptum og kynlífi. Klámið kennir börnum ekki samskipti því þar eru einungis geltar skipanir og svívirðingar. Við fullorðna fólkið vitum að sú tækni dugar skammt í raunverulegum kynmökum en þeir sem hana hafa prófað hafa oftar en ekki sármóðgað bólfélagann með tilheyrandi leiðindum. Þá kennir klámið heldur ekki tækni, þarna eru atvinnumenn á ferð og leikmenn sem ætla að herma eftir geta slasað sig og aðra. Mín leið til að tækla klámumræðuna er ekki að banna áhorf, enda vitum við að það dugar ekki. Unglingar vilja vita meira um kynlíf og þegar varir foreldranna eru heftaðar saman þá munu þeir leita á alla miðla til að afla sér upplýsinga. Í gamla daga voru það bækur, í dag er það netið. Þetta er gömul saga í nýjum búningi. Ég kýs að koma fram við börn af heiðarleika og hreinskilni og bendi þeim á staðreyndir málsins. Ég útskýri fyrir þeim að klámmynd sé í raun ekkert annað en klúr og allsber útgáfa af Hringadróttinssögu. Tæknibrellum er beitt, sviðsmynd smíðuð, ljósin stillt og undir farðanum og búningunum er raunverulegt fólk sem fær greitt fyrir þessa vinnu. Þetta er jú vinna og það skal enginn halda að þetta geri fólk sér eingöngu til skemmtunar. Það er einnig handrit og leikararnir fá pásur á milli atriða. Þau fara í slopp, fá sér kaffi og kleinuhring og spjalla um nýjasta appið, eða eitthvað svoleiðis. Þá klikka líka hlutir í klámmyndum. Stundum prumpar einhver svo hátt að það heyrist í hljóðnemanum og þá þarf að gera hlé á tökum, áhorfandanum þykir prump ekki sexí þó leikararnir springi úr hlátri. Stundum brotna gervilimir, fólk fær krampa í fótinn, sæði upp í nefið og bítur óvart viðkvæmt kynfærið. Mistökin gerast en við sjáum það sjaldnast. Það er klippt til, allir í pásu, svo er haldið áfram þar sem frá var horfið. Það eru mjög fáir sem hamast samfleytt í inn-út lengur en þrjár mínútur í senn og beinar samfarir vara sjaldnast lengur en 7 mínútur. Klám er því framleiddur tilbúningur í sýndarheimi. Klám er ekki efni frá Námsgagnastofnun og því ekki leiðarvísir að góðu kynlífi. Þennan pistil megið þið, kæru foreldrar, eigna ykkur og endursegja börnunum ykkar, oft og mörgum sinnum.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun