Fyndnari í fullri lengd 24. ágúst 2012 14:00 Sigríður Lára Sigurjónsdóttir tók sig til og þýddi Önnu í Grænuhlíð á nýjan leik eftir að hún komst að því að bókin hafði verið stytt verulega í íslenskri þýðingu á sínum tíma. Hér handleikur hún nýja útgáfu bókarinnar sem dreift var í verslanir í vikunni. Fréttablaðið/Valli Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira