Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. desember 2025 15:08 Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastýra Miss Universe Iceland (t.h.), er ein þeirra sem ritar undir tilkynningu þar sem Helena Hafþórsdóttir O'Connor (t.v.) er sökuð um rangfærslur. Aðstandendur samtakanna Miss Universe Iceland segja Helenu Hafþórsdóttur O’Connor, sem afsalaði sér krúnu Ungfrúar Íslands og rauf tengsl við samtökin í gær, fara með rangfærslur. Hún hafi sjálf óskað ítrekað eftir því að vera dregin úr keppni í Ungfrú heimi í Taílandi. Helena Hafþórsdóttir O'Connor var kjörin Ungfrú Ísland í apríl síðastliðnum og átti að keppa í Ungfrú heimi í nóvember síðastliðnum. Hún þurfti hins vegar að draga sig úr keppni vegna matareitrunar og veikinda. Í gær birti hún yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa rofið öll tengsl við keppnina Ungfrú Ísland.Þar sagði hún jafnframt að hún hafi verið skráð úr Ungfrú heimi í sína óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns til að hafa samband við Manúelu Ósk, framkvæmdastýru keppninnar, gegnum síma, skilaboð og samfélagsmiðla hefur ekkert heyrst frá aðstandendum keppninnar í dag. Eða þar til nú þegar þeir sendu frá sér tilkynningu rétt fyrir þrjúleytið. Helena hafi óskað ítrekað eftir því að draga sig úr keppni „Vegna yfirlýsingar Helenu Hafþórsdóttur O’Connor og einhliða fréttaflutnings fjölmiðla út frá henni, þá viljum við koma því á framfæri að þær upplýsingar sem þar koma fram eru í miklu ósamræmi við okkar samskipti við hana og í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur,“ segir í tilkynningunni. Segir í tilkynningunni að aðstandendur Ungfrúar Íslands muni reyna að svara skrifum Helenu eins og þeir telji viðeigandi og eins og reglur Miss Universe Organization leyfi. Elísa Gróa, Ungfrú Ísland 2021, skrifar undir tilkynninguna en hér er hún með Helenu í keppninni í ár.Arnór Trausti „Við teljum þó mikilvægt að það komi fram á þessum tímapunkti að Helena óskaði sjálf ítrekað eftir því að draga sig úr keppninni Miss Universe, eftir að hún var komin til Taílands í nóvember s.l. til að taka þátt í keppninni, bæði áður en veikindi hennar komu upp og eftir að hún var á batavegi og vonir stóðu til að hún myndi geta snúið aftur til þátttöku í keppninni,“ segir jafnframt í tilkynningunni. „Aðstandendur Ungfrú Ísland keppninnar hafa í einu og öllu viljað styðja Helenu til þátttöku í verkefnum á vegum keppninnar eða þá að koma til móts við óskir hennar um að draga sig í hlé með hliðsjón af þeim samningsskuldbindingum sem Helena undirgekkst er hún tók við hlutverki titilhafa Ungfrú Ísland,“ segir að lokum í tilkynningunni. Undir tilkynninguna skrifa Manuela Ósk Harðardóttir, Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Ísabella Þorvaldsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir, Lilja Sif Pétursdóttir, Kristín Anna Jónasdóttir og Sóldís Vala Ívarsdóttir. Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Helena Hafþórsdóttir O'Connor var kjörin Ungfrú Ísland í apríl síðastliðnum og átti að keppa í Ungfrú heimi í nóvember síðastliðnum. Hún þurfti hins vegar að draga sig úr keppni vegna matareitrunar og veikinda. Í gær birti hún yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa rofið öll tengsl við keppnina Ungfrú Ísland.Þar sagði hún jafnframt að hún hafi verið skráð úr Ungfrú heimi í sína óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns til að hafa samband við Manúelu Ósk, framkvæmdastýru keppninnar, gegnum síma, skilaboð og samfélagsmiðla hefur ekkert heyrst frá aðstandendum keppninnar í dag. Eða þar til nú þegar þeir sendu frá sér tilkynningu rétt fyrir þrjúleytið. Helena hafi óskað ítrekað eftir því að draga sig úr keppni „Vegna yfirlýsingar Helenu Hafþórsdóttur O’Connor og einhliða fréttaflutnings fjölmiðla út frá henni, þá viljum við koma því á framfæri að þær upplýsingar sem þar koma fram eru í miklu ósamræmi við okkar samskipti við hana og í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur,“ segir í tilkynningunni. Segir í tilkynningunni að aðstandendur Ungfrúar Íslands muni reyna að svara skrifum Helenu eins og þeir telji viðeigandi og eins og reglur Miss Universe Organization leyfi. Elísa Gróa, Ungfrú Ísland 2021, skrifar undir tilkynninguna en hér er hún með Helenu í keppninni í ár.Arnór Trausti „Við teljum þó mikilvægt að það komi fram á þessum tímapunkti að Helena óskaði sjálf ítrekað eftir því að draga sig úr keppninni Miss Universe, eftir að hún var komin til Taílands í nóvember s.l. til að taka þátt í keppninni, bæði áður en veikindi hennar komu upp og eftir að hún var á batavegi og vonir stóðu til að hún myndi geta snúið aftur til þátttöku í keppninni,“ segir jafnframt í tilkynningunni. „Aðstandendur Ungfrú Ísland keppninnar hafa í einu og öllu viljað styðja Helenu til þátttöku í verkefnum á vegum keppninnar eða þá að koma til móts við óskir hennar um að draga sig í hlé með hliðsjón af þeim samningsskuldbindingum sem Helena undirgekkst er hún tók við hlutverki titilhafa Ungfrú Ísland,“ segir að lokum í tilkynningunni. Undir tilkynninguna skrifa Manuela Ósk Harðardóttir, Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Ísabella Þorvaldsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir, Lilja Sif Pétursdóttir, Kristín Anna Jónasdóttir og Sóldís Vala Ívarsdóttir.
Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira