Fossvogsbrú yrði tákn aukinnar samvinnu 25. ágúst 2012 05:30 Borgarstjóri og formaður borgarráðs heimsóttu í gær bæjarstjórann í Kópavogi og aðra forystumenn meirihlutaflokkanna þar. Mynd/S. Björn Blöndal Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira