Niður með puntið! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. ágúst 2012 16:00 Bíó. Leikstjórn: Mark Andrews, Brenda Chapman. Leikarar: Leikarar: Kelly Macdonald, Billy Connolly, Emma Thompson, Robbie Coltrane, Julie Walters, Kevin McKidd, Craig Ferguson. Disney-samsteypan hefur smjaðrað fyrir kóngafólki lengur en elstu menn muna. Óraunhæfar prinsessufantasíur ungra stúlkna eiga nær undantekningarlaust rætur sínar að rekja að einhverju eða öllu leyti til barnaefnis sem merkt er Disney, þó vissulega eigi það oft á tíðum lengri sögu. Nýjasta afurð fyrirtækisins (og dótturfélagsins Pixar) er hin tölvuteiknaða Brave, og segir hún frá ungri prinsessu í Skotlandi til forna. En hér hefur verið hrist rækilega upp í formúlunni og hin konungborna aðalpersóna er bæði óhefluð og uppreisnargjörn. Hún gefur skít í „dömufræði" móður sinnar, kærir sig ekki um neinn af vonbiðlum sínum, og eyðir mestöllum tíma sínum í bogfimi og hangs. Hún biður norn um að leggja álög á móður sína, rétt til þess að mýkja hana upp, en ekki vill betur til en svo að þeirri gömlu er breytt í skógarbjörn. Brave er mikið sjónarspil eins og flest sem frá Pixar kemur, og þó söguþráðurinn virki ófrumlegur við fyrstu sýn er nálgunin augljóslega óhefðbundin séu hin femínísku gleraugu sett upp. Það er nánast eins og Disney-bákninu finnist það skulda heiminum afsökunarbeiðni vegna prinsessusnobbsins í gegnum tíðina, og viti menn, hin rytjulega og ódannaða Merida sem hér er fylgst með er langflottasta kvenpersóna sem sést hefur í teiknimynd lengi. Húmorinn er ekki langt undan og oftar en ekki er hann á kostnað keltneskra staðalímynda. Hér eru flestir rauðbirknir, uppstökkir og illa tenntir, kumpánlegir en helst til háværir. Sagan um bjarndýrið fær kannski helst til mikið pláss miðað við hversu seint hún fer af stað. Til að byrja með hélt ég að hún yrði nokkurra mínútna útúrdúr frá Meridu og vonbiðlunum, en smám saman tekur hún alfarið yfir. Skemmtilegt fyrir þau yngstu en við stóru börnin viljum frekar meira af berrössuðum Skotum á fylleríi. Brave er samt glæsileg. Vinsældir bleiku puntprinsessunnar er samfélagsmein sem hefur fylgt okkur allt of lengi. Skemmtilega kaldhæðnislegt væri ef Disney ætti á endanum þátt í að frelsa okkur frá því. Er ég kannski of bjartsýnn? Niðurstaða: Fyndin, flott og femínísk skemmtun fyrir unga sem aldna. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Leikstjórn: Mark Andrews, Brenda Chapman. Leikarar: Leikarar: Kelly Macdonald, Billy Connolly, Emma Thompson, Robbie Coltrane, Julie Walters, Kevin McKidd, Craig Ferguson. Disney-samsteypan hefur smjaðrað fyrir kóngafólki lengur en elstu menn muna. Óraunhæfar prinsessufantasíur ungra stúlkna eiga nær undantekningarlaust rætur sínar að rekja að einhverju eða öllu leyti til barnaefnis sem merkt er Disney, þó vissulega eigi það oft á tíðum lengri sögu. Nýjasta afurð fyrirtækisins (og dótturfélagsins Pixar) er hin tölvuteiknaða Brave, og segir hún frá ungri prinsessu í Skotlandi til forna. En hér hefur verið hrist rækilega upp í formúlunni og hin konungborna aðalpersóna er bæði óhefluð og uppreisnargjörn. Hún gefur skít í „dömufræði" móður sinnar, kærir sig ekki um neinn af vonbiðlum sínum, og eyðir mestöllum tíma sínum í bogfimi og hangs. Hún biður norn um að leggja álög á móður sína, rétt til þess að mýkja hana upp, en ekki vill betur til en svo að þeirri gömlu er breytt í skógarbjörn. Brave er mikið sjónarspil eins og flest sem frá Pixar kemur, og þó söguþráðurinn virki ófrumlegur við fyrstu sýn er nálgunin augljóslega óhefðbundin séu hin femínísku gleraugu sett upp. Það er nánast eins og Disney-bákninu finnist það skulda heiminum afsökunarbeiðni vegna prinsessusnobbsins í gegnum tíðina, og viti menn, hin rytjulega og ódannaða Merida sem hér er fylgst með er langflottasta kvenpersóna sem sést hefur í teiknimynd lengi. Húmorinn er ekki langt undan og oftar en ekki er hann á kostnað keltneskra staðalímynda. Hér eru flestir rauðbirknir, uppstökkir og illa tenntir, kumpánlegir en helst til háværir. Sagan um bjarndýrið fær kannski helst til mikið pláss miðað við hversu seint hún fer af stað. Til að byrja með hélt ég að hún yrði nokkurra mínútna útúrdúr frá Meridu og vonbiðlunum, en smám saman tekur hún alfarið yfir. Skemmtilegt fyrir þau yngstu en við stóru börnin viljum frekar meira af berrössuðum Skotum á fylleríi. Brave er samt glæsileg. Vinsældir bleiku puntprinsessunnar er samfélagsmein sem hefur fylgt okkur allt of lengi. Skemmtilega kaldhæðnislegt væri ef Disney ætti á endanum þátt í að frelsa okkur frá því. Er ég kannski of bjartsýnn? Niðurstaða: Fyndin, flott og femínísk skemmtun fyrir unga sem aldna.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira