Þú veist hvaðan þau koma Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. ágúst 2012 11:00 Í æsku var ég haldinn þeirri hrapallegu hugmynd að frægir íþróttamenn væru heillavænlegar fyrirmyndir. Ég æfði stíft, safnaði lubba og tileinkaði mér holla lifnaðarhætti til að líkjast Maradona en komst svo að því ég hafði farið alveg þveröfugt að. Ég hefði mátt vænrækja æfingarnar en leggja þeim mun meira kapp á að sjúga kókaín í nefið ef ég hefði viljað líkjast kappanum atarna. Ég bar mig þó rétt að varðandi lubbann. Ég er ekki einn um að hafa veðjað á svo óheillavænlegan hest. Líklegast eru milljónir ungmenna í krísu með gildin sín eftir að franskir landsliðsmenn voru ákærðir fyrir að hafa gamnað sér með vændiskonum undir lögaldri. Ekki er heldur á vísan að róa meðal fyrirmynda handknattleiksmanna en þeir frönsku sýndu nýlega af sér bestíuskap er þeir mættu mjúkir í beina útsendingu og rifu upp sjónvarpssettið. Það sorglega við þetta er að allt þetta fræga lið er eflaust hið ágætasta fólk inn við beinið en það verður svo þjakað af því að vera fyrirmynd að það snappar, fríkar út og gerir allt sem slæm fyrirmynd á að gera. Það má ekki skilja mig sem svo að ég telji að fólk sem verði á í lífinu geti ekki verið fyrirmyndir. Stundum verður vinum, vandamönnum og ekki síst okkur sjálfum hrapallega á en þegar það gerist fáum við venjulega hreinskilningslega útskýringu á því hvað fór úrskeiðis. Útskýringar fræga fólksins eru hins vegar runnar undan rifjum ímyndarsérfræðinga í samvinnu við auglýsingabaróna svo útkoman verður venjulegast kjánalegt skrum. Þessu fólki eru líka oft mislagðar hendur. Hvaða snillingur var það til dæmis sem ráðlagði Tiger Woods að lýsa því yfir að hann væri að fara í meðferð við framhjáhaldi loks þegar hann var orðinn einhleypur? Ég myndi ráðleggja ungu fólki að líta sér nær þegar það velur sér fyrirmyndir. Helst að veðja á fólk sem það þekkir en ekki einhvern sem hefur heilt almenningstengslalið í kringum sig til að pússa af alla vankanta uns vart er eftir mannlegur blettur. Þá eru nú mamma og pabbi betri, eða afi og amma. Allavega einhver sem maður þekkir milliliðalaust og fær eitthvað annað fyrir fyrirmyndarhlutverk sitt en söluhagnað af treyjum, treflum og takkaskóm. Þar sem ég er farinn að selja þá hugmynd að mamma og pabbi séu hentugustu fyrirmyndirnar ætla ég að leyfa mér að nota auglýsingabragð íslenskra garðyrkjubænda og segja: Mamma og pabbi, þú veist hvaðan þau koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Í æsku var ég haldinn þeirri hrapallegu hugmynd að frægir íþróttamenn væru heillavænlegar fyrirmyndir. Ég æfði stíft, safnaði lubba og tileinkaði mér holla lifnaðarhætti til að líkjast Maradona en komst svo að því ég hafði farið alveg þveröfugt að. Ég hefði mátt vænrækja æfingarnar en leggja þeim mun meira kapp á að sjúga kókaín í nefið ef ég hefði viljað líkjast kappanum atarna. Ég bar mig þó rétt að varðandi lubbann. Ég er ekki einn um að hafa veðjað á svo óheillavænlegan hest. Líklegast eru milljónir ungmenna í krísu með gildin sín eftir að franskir landsliðsmenn voru ákærðir fyrir að hafa gamnað sér með vændiskonum undir lögaldri. Ekki er heldur á vísan að róa meðal fyrirmynda handknattleiksmanna en þeir frönsku sýndu nýlega af sér bestíuskap er þeir mættu mjúkir í beina útsendingu og rifu upp sjónvarpssettið. Það sorglega við þetta er að allt þetta fræga lið er eflaust hið ágætasta fólk inn við beinið en það verður svo þjakað af því að vera fyrirmynd að það snappar, fríkar út og gerir allt sem slæm fyrirmynd á að gera. Það má ekki skilja mig sem svo að ég telji að fólk sem verði á í lífinu geti ekki verið fyrirmyndir. Stundum verður vinum, vandamönnum og ekki síst okkur sjálfum hrapallega á en þegar það gerist fáum við venjulega hreinskilningslega útskýringu á því hvað fór úrskeiðis. Útskýringar fræga fólksins eru hins vegar runnar undan rifjum ímyndarsérfræðinga í samvinnu við auglýsingabaróna svo útkoman verður venjulegast kjánalegt skrum. Þessu fólki eru líka oft mislagðar hendur. Hvaða snillingur var það til dæmis sem ráðlagði Tiger Woods að lýsa því yfir að hann væri að fara í meðferð við framhjáhaldi loks þegar hann var orðinn einhleypur? Ég myndi ráðleggja ungu fólki að líta sér nær þegar það velur sér fyrirmyndir. Helst að veðja á fólk sem það þekkir en ekki einhvern sem hefur heilt almenningstengslalið í kringum sig til að pússa af alla vankanta uns vart er eftir mannlegur blettur. Þá eru nú mamma og pabbi betri, eða afi og amma. Allavega einhver sem maður þekkir milliliðalaust og fær eitthvað annað fyrir fyrirmyndarhlutverk sitt en söluhagnað af treyjum, treflum og takkaskóm. Þar sem ég er farinn að selja þá hugmynd að mamma og pabbi séu hentugustu fyrirmyndirnar ætla ég að leyfa mér að nota auglýsingabragð íslenskra garðyrkjubænda og segja: Mamma og pabbi, þú veist hvaðan þau koma.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun