MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni 29. ágúst 2012 11:00 Forstjóri Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans. MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri". Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri".
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira