Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn 29. ágúst 2012 09:00 Kartöfluuppskera Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is Kartöflurækt Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is
Kartöflurækt Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira