Skuldirnar vegna kaupa á Símanum að sliga Skipti 31. ágúst 2012 09:00 Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj Fréttir Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj
Fréttir Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira