Bankar hagnast um tólf milljarða hvor 31. ágúst 2012 07:00 Góður gangur Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og samhliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans.fréttablaðið/pjetur Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent