Draumur um margs konar mjólk Pawel Bartoszek skrifar 14. september 2012 06:00 Um daginn las ég frétt um að "mjólkin" seldist óvenju vel. Það er kannski dálítið táknrænt að hér á landi megi með góðri samvisku setja ákveðinn greini á mjólkina, því það er eiginlega bara ein ákveðin til. Ég játa að ég eigi mér draum um að dag einn geti ég valið úr mörgum tegundum af mjólk. Jafnvel að ég geti stundum keypt erlenda mjólk. En sá draumur er ekki allra. Í tveimur greinum eftir dr. Ólaf R. Dýrmundsson, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu, sem birtar voru í Bændablaðinu í sumar og snemma hausts, var vikið að stöðu nokkurra búgreina í löndum Mið- og Austur-Evrópu. Almenni boðskapurinn með greinunum var sá að landbúnaður í þessum ríkjum væri víða stórskaddaður eftir ESB-inngönguna. Sumpart er sú niðurstaða byggð á samtölum við menn og staðhæfingum sem erfitt getur verið að sannreyna eða hrekja, en stundum koma þar fram beinharðar tölur, og sumar þeirra má draga í efa. Ólafur segir m.a.: "Mjólkurframleiðslan virðist standa traustum fótum í Póllandi en hefur dregist mikið saman í hinum löndunum frá 2005. Mest kemur af mjólk og mjólkur-afurðum frá Þýskalandi inn á þá markaði. Þannig hefur mjólkurframleiðslan minnkað um 50% í Ungverjalandi." Svo vill til að til eru opinber gögn um þessa hluti. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat var framleiðsla mjólkur í Ungverjalandi um 2 milljónir tonna árið 2003 (seinasta heila árið áður en Ungverjar gengu í Evrópusambandið) en hún var komin niður í um 1,7 milljónir tonna árið 2010. Það er vissulega lækkun, en upp á 15% en ekki 50%. Í annarri grein, fyrr í sumar, dregur Ólafur saman reynslu sína af landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins og spyr nokkurra staðreyndahlaðinna spurninga. Hann spyr dæmis: "Hvers vegna dróst framleiðsla svínakjöts á Möltu saman um nær 50% á fyrstu fimm aðildarárunum á liðnum áratug?" Þetta er ágætis spurning, vandinn er sá að uppleggið í henni virðist ekki rétt. Samkvæmt tölum frá Eurostat dróst framleiðslan saman úr 9,8 milljónum tonna árið 2003 í 8,5 milljónir árið 2008. Það er vissulega lækkun, en upp á 13%, en ekki 50%. Áfram spyr Ólafur "Hvers vegna er framleiðsla sykurs úr sykurrófum liðin undir lok í Bretlandi og á Írlandi?" Ræktun á sykurrófum hefur vissulega liðið undir lok á Írlandi, eftir að þarlend stjórnvöld hættu að styrkja hana, en samkvæmt gögnum frá Eurostat voru hins vegar framleiddar 7,3 milljónir tonna af sykurrófum í Bretlandi á síðasta ári. Miðað við þetta eru Bretar fjórðu stærstu ræktendur á sykurrófum í ESB og samkvæmt tölum frá samtökum breskra sykurframleiðenda, British Sugar, framleiddu Bretar 1,2 milljónir tonna af hrásykri úr sykurrófum á síðasta ári. Fullyrðingar um endalok sykurgeirans þar í landi virðast því stórlega ýktar. Það breytir því ekki að eflaust má finna órangar tölur sem sýna að ESB-aðild hafi einhvern tímann komið illa út fyrir einhvern í einhverju landi. Eitt þarf samt að hafa á hreinu: það getur ýmislegt gerst sama hvort menn eru í Evrópusambandinu eða ekki. Rollum hefur fækkað í Noregi, samt eru Norðmenn ekki í ESB. Rollum hefur fjölgað í Svíþjóð, samt eru Svíar í ESB. Margar tölur geta sagt margar sögur. Ef menn fara um lönd og safna einungis saman sögum af bændum sem missa viðskipti til einhvers annars lands þá fá þeir þá heildarmynd að opinn markaður með landbúnaðarvörur leggi allt í rúst. En á móti hverri slíkri sögu er saga um einhvern annan bónda sem fær meiri viðskipti. Og þá sögu, sögu þeirra sem grætt hafa á því að hafa fengið að selja vörur sínar víðar en í einu landi, mætti alveg segja líka. Auðvitað er ekki hægt að halda því fram að allir íslenskir bændur, eða allir matvælaframleiðendur, muni verða ríkir á inngöngu í ESB. Kannski er ólíklegt að Skólaosturinn eigi eftir að sigra Frakkland undir vöruheitinu "Fromage d'Ecole Islandais". En hvað vitum við? Á frjálsum markaði eru það neytendur sem ákveða. Og það er fínt fyrirkomulag. Ég vil sjálfur ákveða hvers lenskar vörur ég kaupi. Ég á mér draum. Um margs konar mjólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun
Um daginn las ég frétt um að "mjólkin" seldist óvenju vel. Það er kannski dálítið táknrænt að hér á landi megi með góðri samvisku setja ákveðinn greini á mjólkina, því það er eiginlega bara ein ákveðin til. Ég játa að ég eigi mér draum um að dag einn geti ég valið úr mörgum tegundum af mjólk. Jafnvel að ég geti stundum keypt erlenda mjólk. En sá draumur er ekki allra. Í tveimur greinum eftir dr. Ólaf R. Dýrmundsson, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu, sem birtar voru í Bændablaðinu í sumar og snemma hausts, var vikið að stöðu nokkurra búgreina í löndum Mið- og Austur-Evrópu. Almenni boðskapurinn með greinunum var sá að landbúnaður í þessum ríkjum væri víða stórskaddaður eftir ESB-inngönguna. Sumpart er sú niðurstaða byggð á samtölum við menn og staðhæfingum sem erfitt getur verið að sannreyna eða hrekja, en stundum koma þar fram beinharðar tölur, og sumar þeirra má draga í efa. Ólafur segir m.a.: "Mjólkurframleiðslan virðist standa traustum fótum í Póllandi en hefur dregist mikið saman í hinum löndunum frá 2005. Mest kemur af mjólk og mjólkur-afurðum frá Þýskalandi inn á þá markaði. Þannig hefur mjólkurframleiðslan minnkað um 50% í Ungverjalandi." Svo vill til að til eru opinber gögn um þessa hluti. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat var framleiðsla mjólkur í Ungverjalandi um 2 milljónir tonna árið 2003 (seinasta heila árið áður en Ungverjar gengu í Evrópusambandið) en hún var komin niður í um 1,7 milljónir tonna árið 2010. Það er vissulega lækkun, en upp á 15% en ekki 50%. Í annarri grein, fyrr í sumar, dregur Ólafur saman reynslu sína af landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins og spyr nokkurra staðreyndahlaðinna spurninga. Hann spyr dæmis: "Hvers vegna dróst framleiðsla svínakjöts á Möltu saman um nær 50% á fyrstu fimm aðildarárunum á liðnum áratug?" Þetta er ágætis spurning, vandinn er sá að uppleggið í henni virðist ekki rétt. Samkvæmt tölum frá Eurostat dróst framleiðslan saman úr 9,8 milljónum tonna árið 2003 í 8,5 milljónir árið 2008. Það er vissulega lækkun, en upp á 13%, en ekki 50%. Áfram spyr Ólafur "Hvers vegna er framleiðsla sykurs úr sykurrófum liðin undir lok í Bretlandi og á Írlandi?" Ræktun á sykurrófum hefur vissulega liðið undir lok á Írlandi, eftir að þarlend stjórnvöld hættu að styrkja hana, en samkvæmt gögnum frá Eurostat voru hins vegar framleiddar 7,3 milljónir tonna af sykurrófum í Bretlandi á síðasta ári. Miðað við þetta eru Bretar fjórðu stærstu ræktendur á sykurrófum í ESB og samkvæmt tölum frá samtökum breskra sykurframleiðenda, British Sugar, framleiddu Bretar 1,2 milljónir tonna af hrásykri úr sykurrófum á síðasta ári. Fullyrðingar um endalok sykurgeirans þar í landi virðast því stórlega ýktar. Það breytir því ekki að eflaust má finna órangar tölur sem sýna að ESB-aðild hafi einhvern tímann komið illa út fyrir einhvern í einhverju landi. Eitt þarf samt að hafa á hreinu: það getur ýmislegt gerst sama hvort menn eru í Evrópusambandinu eða ekki. Rollum hefur fækkað í Noregi, samt eru Norðmenn ekki í ESB. Rollum hefur fjölgað í Svíþjóð, samt eru Svíar í ESB. Margar tölur geta sagt margar sögur. Ef menn fara um lönd og safna einungis saman sögum af bændum sem missa viðskipti til einhvers annars lands þá fá þeir þá heildarmynd að opinn markaður með landbúnaðarvörur leggi allt í rúst. En á móti hverri slíkri sögu er saga um einhvern annan bónda sem fær meiri viðskipti. Og þá sögu, sögu þeirra sem grætt hafa á því að hafa fengið að selja vörur sínar víðar en í einu landi, mætti alveg segja líka. Auðvitað er ekki hægt að halda því fram að allir íslenskir bændur, eða allir matvælaframleiðendur, muni verða ríkir á inngöngu í ESB. Kannski er ólíklegt að Skólaosturinn eigi eftir að sigra Frakkland undir vöruheitinu "Fromage d'Ecole Islandais". En hvað vitum við? Á frjálsum markaði eru það neytendur sem ákveða. Og það er fínt fyrirkomulag. Ég vil sjálfur ákveða hvers lenskar vörur ég kaupi. Ég á mér draum. Um margs konar mjólk.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun