Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 08:00 Stjórnendur Reynir Traustason er ritstjóri DV og sonur hans, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri félagsins. Þeir eru einnig báðir á meðal eigenda blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endurskoðanda félagsins nam uppsafnað tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félagsins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síðasti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðastliðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný tillaga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-". Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækjaskráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 nemur uppsafnað tap 90.099.418,-". Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að félagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Til viðbótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki lokunaraðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta. „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“ Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endurskoðanda félagsins nam uppsafnað tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félagsins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síðasti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðastliðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný tillaga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-". Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækjaskráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 nemur uppsafnað tap 90.099.418,-". Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að félagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Til viðbótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki lokunaraðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta. „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“
Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira