Eiguleg afmælisplata Trausti Júlíusson skrifar 4. október 2012 00:01 Ég sé Akureyri Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira