Ímyndarherferð píkunnar Sigga Dögg skrifar 11. október 2012 00:00 Ég sá píkuna í nýju ljósi um daginn. Það var ekki svo að ég hefði spennt hana upp með goggi og stungið inn vasaljósi (þó vissulega sé það hugmynd fyrir áhugasama um leggöng). Ég sá hana í súkkulaðilíki. Í öllu sínu veldi sem smartan og girnilegan konfektmola. Við það að sjá hana svona tignarlega þá kviknaði hjá mér hugmynd. Umfjöllun um píkuna er oft sú að hún sé ljót og orðið píka sé leiðinlegt og óþægilegt. Við sjáum aldrei ljósmyndir af henni og vitum í raun ekkert hvernig hún lítur út. Ég hélt lengi vel að ég væri með litríka diskópíku eftir að hafa lært um fjólublá leggöng, appelsínugula eggjaleiðara og grænt leg. Svo er þetta allt bara bleikt! Þvílíkt svindl. Píkan þarf að fara í smá ímyndarherferð. Hún þarf að sýna á sér fleiri hliðar og fræða landann um mikilvægi sitt sem og skemmtanagildi. Við myndum byrja á því að fá konur til að föndra píkur úr mismunandi efnum. Þannig vinnum við með fyrir fram gefnar hugmyndir. Svo kæmum við okkur vel fyrir og myndum skoða hana. Fyrst með spegli en svo í þrívídd. Konur gætu rannsakað hana og snert án þess að hafa áhyggjur af viðbrögðum hennar við snertingunni. Þá gætum við leikið okkur með formið út frá fleiri sjónarhornum. Við myndum svo fræðast saman um hvernig píkan lifir og starfar. Sögulegt samhengi hennar er einnig mikilvægt því það varpar ljósi á ýmsar hliðar kynlífs eins og af hverju konur virðast byrja seinna að stunda sjálfsfróun og stunda hana sjaldnar heldur en karlar. Svo er talað um að konur hafi minni löngun til kynlífs og að lausnin felist í sjúkdómsvæðingu og pillum. Við stelpur eigum ekki að láta bjóða okkur upp á slíkt og ættum því taka málin í eigin hendur. Vissulega er þetta hluti af stærri draumi þar sem öll þessi verk væru dregin saman í magnað píkusafnið þar sem karlar og konur gætu fræðst nánar um undraverkið sem píkan er og þar með fræðst um það sem við hinar nú þegar vitum. Þér finnst þetta kannski algjör óþarfi, hvern langar að leika við píkuna í félagsskap annarra kvenna? Staðreyndin er samt sú konur þekkja ekki píkuna sína, skilja hana hvorki né sinna. Ef við ætlum að frelsa upplifun kvenna í kynlífi þá byrjum við á unaðsstaðnum. Ég í raun sé fyrir mér að hér megi skella saman föndri og konfektgerð fyrir jólin. Hver er með mér?Taktu þátt! Sendu Siggu Dögg póst á netfangið kynlif@frettabladid.is og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst á Vísi og í Fréttablaðinu.Girnilegur konfektmoli. "Ef við ætlum að frelsa upplifun kvenna í kynlífi þá byrjum við á unaðsstaðnum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Ég sá píkuna í nýju ljósi um daginn. Það var ekki svo að ég hefði spennt hana upp með goggi og stungið inn vasaljósi (þó vissulega sé það hugmynd fyrir áhugasama um leggöng). Ég sá hana í súkkulaðilíki. Í öllu sínu veldi sem smartan og girnilegan konfektmola. Við það að sjá hana svona tignarlega þá kviknaði hjá mér hugmynd. Umfjöllun um píkuna er oft sú að hún sé ljót og orðið píka sé leiðinlegt og óþægilegt. Við sjáum aldrei ljósmyndir af henni og vitum í raun ekkert hvernig hún lítur út. Ég hélt lengi vel að ég væri með litríka diskópíku eftir að hafa lært um fjólublá leggöng, appelsínugula eggjaleiðara og grænt leg. Svo er þetta allt bara bleikt! Þvílíkt svindl. Píkan þarf að fara í smá ímyndarherferð. Hún þarf að sýna á sér fleiri hliðar og fræða landann um mikilvægi sitt sem og skemmtanagildi. Við myndum byrja á því að fá konur til að föndra píkur úr mismunandi efnum. Þannig vinnum við með fyrir fram gefnar hugmyndir. Svo kæmum við okkur vel fyrir og myndum skoða hana. Fyrst með spegli en svo í þrívídd. Konur gætu rannsakað hana og snert án þess að hafa áhyggjur af viðbrögðum hennar við snertingunni. Þá gætum við leikið okkur með formið út frá fleiri sjónarhornum. Við myndum svo fræðast saman um hvernig píkan lifir og starfar. Sögulegt samhengi hennar er einnig mikilvægt því það varpar ljósi á ýmsar hliðar kynlífs eins og af hverju konur virðast byrja seinna að stunda sjálfsfróun og stunda hana sjaldnar heldur en karlar. Svo er talað um að konur hafi minni löngun til kynlífs og að lausnin felist í sjúkdómsvæðingu og pillum. Við stelpur eigum ekki að láta bjóða okkur upp á slíkt og ættum því taka málin í eigin hendur. Vissulega er þetta hluti af stærri draumi þar sem öll þessi verk væru dregin saman í magnað píkusafnið þar sem karlar og konur gætu fræðst nánar um undraverkið sem píkan er og þar með fræðst um það sem við hinar nú þegar vitum. Þér finnst þetta kannski algjör óþarfi, hvern langar að leika við píkuna í félagsskap annarra kvenna? Staðreyndin er samt sú konur þekkja ekki píkuna sína, skilja hana hvorki né sinna. Ef við ætlum að frelsa upplifun kvenna í kynlífi þá byrjum við á unaðsstaðnum. Ég í raun sé fyrir mér að hér megi skella saman föndri og konfektgerð fyrir jólin. Hver er með mér?Taktu þátt! Sendu Siggu Dögg póst á netfangið kynlif@frettabladid.is og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst á Vísi og í Fréttablaðinu.Girnilegur konfektmoli. "Ef við ætlum að frelsa upplifun kvenna í kynlífi þá byrjum við á unaðsstaðnum.“
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun