Bat For Lashes gefa út nýja plötu 18. október 2012 00:01 Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira