Fimm mínútna umhugsun = já Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2012 06:00 Félagsskapur heitir Stjórnarskrárfélagið. Það tók að sér sókn og vörn í stjórnarskrármálinu. Á vegum þess hafa birst athyglisverðar auglýsingar sem varpa skýru ljósi á hugsunina að baki því verklagi sem ríkisstjórnin kaus í þessu stóra máli sem kjósendur eiga að lýsa áliti sínu á í dag. Í þeim er staðhæft að ekki taki lengri tíma en fimm mínútur að kynna sér málið. Jafnvel ekki meira en þrjár mínútur. Ríkisstjórnarflokkarnir fólu sérstakri sérfræðinganefnd að yfirfara hugmyndir stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þeir tóku hins vegar ákvörðun um að kalla fólkið í landinu til kjörfundar áður en sérfræðinganefndin birtir álit sitt. Fólkinu er ætlað að taka ákvörðun án þess að fá þær niðurstöður. Þetta er endurtekning á því þegar forsætisráðherra krafðist þess af alþingismönnum fyrir rúmu ári að þeir samþykktu nýja fiskveiðilöggjöf áður en hagfræðinganefnd ríkisstjórnarinnar sjálfrar birti athugun sína á efnahagslegum áhrifum hennar. Þegar þau áform voru stöðvuð jafnaði utanríkisráðherra því við að komið hefði verið í veg fyrir alvarlegt umferðarslys. Það stöðumat ráðherrans er jafn gilt í dag. Athyglisvert er að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja rétt að taka ákvarðanir um þessi tvö stærstu mál sín áður en þær upplýsingar liggja fyrir sem þeir sjálfir hafa kallað eftir. Það er hins vegar rétt hjá Stjórnarskrárfélaginu að það tekur í mesta lagi þrjár til fimm mínútur að lesa þau einföldu slagorð sem auglýsingar þess og málflutningur stjórnarþingmanna byggist á. Í slagorðunum er öllu fögru lofað. Ef einungis er ætlast til að menn taki afstöðu á þeim grundvelli er auðvelt að segja: Já.Meiri umhugsun = nei Ekki er ástæða til að efast um að ríkisstjórnin vilji í raun efla lýðræðið. Verkurinn er hins vegar sá að hún treystir ekki almenningi til að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli greininga, athugana og efnislegra umræðna. Hún telur að almenningur geti aðeins skilið fimm mínútna slagorðaskilaboð. Lítið er hægt að segja við því þegar forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja rétt að umgangast þingmenn eigin flokka með þessum hætti. En þegar slík framkoma snýr að fólkinu í landinu er það móðgun og ögrun við heilbrigða skynsemi. Auðlindaákvæðið er gott dæmi. Allir flokkar á Alþingi eru fylgjandi þeirri hugsun að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Ágreiningurinn snýst um hitt, hvort innan þeirra marka eigi að láta félagsleg sjónarmið eða kröfur um þjóðhagslega arðsemi ráða með hvaða hætti veiðunum er stýrt. Leggja má skatt á útgerðina út frá réttlætissjónarmiðum og deila þeim peningum svo aftur til hennar og þeirra byggða sem í hlut eiga út frá öðrum réttlætissjónarmiðum. Almenningur nýtur einskis af því. Talsmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðunum síðastliðið vor fullyrti að nýja stjórnarskrárákvæðið tryggði þess konar stjórnun og útilokaði þjóðhagslega hagkvæmni. Ef það er rétt vaknar spurningin hvort skynsamlegt er að útiloka arðbæran sjávarútveg í stjórnarskrá. Af þessu má ráða að einungis þetta eina ákvæði kallar á meir en fimm mínútna umhugsun. En þannig þarf að brjóta allar greinar stjórnarskrárhugmyndanna til mergjar. Slík umhugsun eykur hins vegar líkurnar á að svarið verði: Nei.Já = hærri skattar Mikið hefur verið látið af því að nýju stjórnarskrárhugmyndirnar tryggi mönnum réttindi af ýmsu tagi umfram það sem þekkst hefur. Þar er ekki um að ræða hefðbundnar takmarkanir á möguleikum stjórnvalda til að skerða frelsi borgaranna. Nýmælin felast í réttindum sem kalla á stórlega aukin útgjöld úr ríkissjóði. Enginn getur sagt til um hversu mikla útgjaldaaukningu nýju ákvæðin hafa í för með sér. Þegar ótakmörkuð réttindi til greiðslna úr ríkissjóði hafa verið fest í stjórnarskrá fá dómstólar endanlegt úrskurðarvald um það hvort almenn lög á því sviði fullnægi þeim og hversu mikið ríkisútgjöldin aukast. Hitt er víst eins og nótt fylgir degi að stórhækkun skatta er óhjákvæmileg afleiðing þessara góðu nýmæla. Á öllum tímum er það höfuð deiluefni stjórnmálanna hversu hratt á að auka ríkisútgjöld. En hvort heldur menn kjósa varkárni eða róttækni á því sviði er varasamt að ætla dómstólum endanlegt úrskurðarvald um útgjöldin en lýðræðislega kjörnum fulltrúum það hlutverk eitt að afla tekna á móti. Heppilegri stjórnskipan er að ábyrgð á útgjöldum og öflun tekna sé á sömu hendi. Áformin lýsa snotru hjartalagi en draga aftur á móti úr pólitískri ábyrgð og veikja lýðræðið. Er ekki ástæða til að gefa slíkri breytingu meir en fimm mínútna íhugun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Félagsskapur heitir Stjórnarskrárfélagið. Það tók að sér sókn og vörn í stjórnarskrármálinu. Á vegum þess hafa birst athyglisverðar auglýsingar sem varpa skýru ljósi á hugsunina að baki því verklagi sem ríkisstjórnin kaus í þessu stóra máli sem kjósendur eiga að lýsa áliti sínu á í dag. Í þeim er staðhæft að ekki taki lengri tíma en fimm mínútur að kynna sér málið. Jafnvel ekki meira en þrjár mínútur. Ríkisstjórnarflokkarnir fólu sérstakri sérfræðinganefnd að yfirfara hugmyndir stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þeir tóku hins vegar ákvörðun um að kalla fólkið í landinu til kjörfundar áður en sérfræðinganefndin birtir álit sitt. Fólkinu er ætlað að taka ákvörðun án þess að fá þær niðurstöður. Þetta er endurtekning á því þegar forsætisráðherra krafðist þess af alþingismönnum fyrir rúmu ári að þeir samþykktu nýja fiskveiðilöggjöf áður en hagfræðinganefnd ríkisstjórnarinnar sjálfrar birti athugun sína á efnahagslegum áhrifum hennar. Þegar þau áform voru stöðvuð jafnaði utanríkisráðherra því við að komið hefði verið í veg fyrir alvarlegt umferðarslys. Það stöðumat ráðherrans er jafn gilt í dag. Athyglisvert er að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja rétt að taka ákvarðanir um þessi tvö stærstu mál sín áður en þær upplýsingar liggja fyrir sem þeir sjálfir hafa kallað eftir. Það er hins vegar rétt hjá Stjórnarskrárfélaginu að það tekur í mesta lagi þrjár til fimm mínútur að lesa þau einföldu slagorð sem auglýsingar þess og málflutningur stjórnarþingmanna byggist á. Í slagorðunum er öllu fögru lofað. Ef einungis er ætlast til að menn taki afstöðu á þeim grundvelli er auðvelt að segja: Já.Meiri umhugsun = nei Ekki er ástæða til að efast um að ríkisstjórnin vilji í raun efla lýðræðið. Verkurinn er hins vegar sá að hún treystir ekki almenningi til að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli greininga, athugana og efnislegra umræðna. Hún telur að almenningur geti aðeins skilið fimm mínútna slagorðaskilaboð. Lítið er hægt að segja við því þegar forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja rétt að umgangast þingmenn eigin flokka með þessum hætti. En þegar slík framkoma snýr að fólkinu í landinu er það móðgun og ögrun við heilbrigða skynsemi. Auðlindaákvæðið er gott dæmi. Allir flokkar á Alþingi eru fylgjandi þeirri hugsun að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Ágreiningurinn snýst um hitt, hvort innan þeirra marka eigi að láta félagsleg sjónarmið eða kröfur um þjóðhagslega arðsemi ráða með hvaða hætti veiðunum er stýrt. Leggja má skatt á útgerðina út frá réttlætissjónarmiðum og deila þeim peningum svo aftur til hennar og þeirra byggða sem í hlut eiga út frá öðrum réttlætissjónarmiðum. Almenningur nýtur einskis af því. Talsmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðunum síðastliðið vor fullyrti að nýja stjórnarskrárákvæðið tryggði þess konar stjórnun og útilokaði þjóðhagslega hagkvæmni. Ef það er rétt vaknar spurningin hvort skynsamlegt er að útiloka arðbæran sjávarútveg í stjórnarskrá. Af þessu má ráða að einungis þetta eina ákvæði kallar á meir en fimm mínútna umhugsun. En þannig þarf að brjóta allar greinar stjórnarskrárhugmyndanna til mergjar. Slík umhugsun eykur hins vegar líkurnar á að svarið verði: Nei.Já = hærri skattar Mikið hefur verið látið af því að nýju stjórnarskrárhugmyndirnar tryggi mönnum réttindi af ýmsu tagi umfram það sem þekkst hefur. Þar er ekki um að ræða hefðbundnar takmarkanir á möguleikum stjórnvalda til að skerða frelsi borgaranna. Nýmælin felast í réttindum sem kalla á stórlega aukin útgjöld úr ríkissjóði. Enginn getur sagt til um hversu mikla útgjaldaaukningu nýju ákvæðin hafa í för með sér. Þegar ótakmörkuð réttindi til greiðslna úr ríkissjóði hafa verið fest í stjórnarskrá fá dómstólar endanlegt úrskurðarvald um það hvort almenn lög á því sviði fullnægi þeim og hversu mikið ríkisútgjöldin aukast. Hitt er víst eins og nótt fylgir degi að stórhækkun skatta er óhjákvæmileg afleiðing þessara góðu nýmæla. Á öllum tímum er það höfuð deiluefni stjórnmálanna hversu hratt á að auka ríkisútgjöld. En hvort heldur menn kjósa varkárni eða róttækni á því sviði er varasamt að ætla dómstólum endanlegt úrskurðarvald um útgjöldin en lýðræðislega kjörnum fulltrúum það hlutverk eitt að afla tekna á móti. Heppilegri stjórnskipan er að ábyrgð á útgjöldum og öflun tekna sé á sömu hendi. Áformin lýsa snotru hjartalagi en draga aftur á móti úr pólitískri ábyrgð og veikja lýðræðið. Er ekki ástæða til að gefa slíkri breytingu meir en fimm mínútna íhugun?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun