Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn 24. október 2012 08:00 Lína Jia Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira