Sport

Kipketer segir frá ferlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilson Kipketer.
Wilson Kipketer. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dansk-keníski hlauparinn Wilson Kipketer kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík þann 10. nóvember næstkomandi.

Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari hefur veg og vanda að fyrirlestrinum og stefnir á að halda fleiri slíka í framtíðinni þar sem heimsþekktir íþróttamenn koma hingað til lands.

Kipketer verður fertugur síðar á árinu en náði mögnuðum árangri á sínum ferli. Hans sterkasta grein var 800 m hlaup og var hann heimsmethafi í greininni þar til David Rudisha sló met hans eftirminnilega á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Hann vann aldrei Ólympíugull en á enn heimsmetið innanhúss auk þess sem hann vann þrjá heimsmeistaratitla og fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.

Skráning fer fram á heimasíðu Vésteins, Vesteinn.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×