Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla Svana Helen Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar